Heilsugæslan fæst við sífellt fleiri og flóknari verkefni, sem má rekja til framþróunar í lækningum, yfirfærslu verkefna frá sjúkrahúsum til heilsugæslu, vaxandi fólksfjölgunar, öldrunar þjóðar, fjölgunar hælisleitenda, rafrænna samskipta og stækkunar bæjarfélaga, svo dæmi séu tekin. Jörundur Kristinsson skrifaði fyrr á árinu pistil sem birtist í Læknablaðinu undir yfirskriftinni: Efling heilsugæslu – gamall frasi eða raunverulegt markmið? Þar benti hann á að stór verkefni séu í vaxandi mæli færð frá Landspítala og víðar að til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu án þess að yfirfærslunni fylgi fjármagn, mannafli eða húsrými. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur lagt áherslu á eflingu heilsugæslunnar en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rétt hjá Jörundi að þótt fjármagn til heilsugæslunnar hafi aukist með einstaka verkefnum þurfi meira fjármagn inn í grunnþjónustuna og undir það tekur framkvæmdastjóri lækninga, Sigríður Dóra Magnúsdóttir. Víða er húsnæði heilsugæslunnar orðið allt of þröngt, nýjar stöðvar eru ekki reistar í nýjum hverfum, fjöldi fólks …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.
Vandi heilsugæslunnar: „Það er erfitt að duga til“
Heimilislæknirinn Jörundur Kristinsson segir að heilsugæslan sé alvarlega vanrækt og vanbúin til að sinna hlutverki sínu. Ný hverfi séu byggð án þess að ráð sé gert fyrir heilsugæslustöðvum. Sífellt sé hlaðið á heilsugæsluna verkefnum án þess að því fylgi aukið fjármagn, mannafli eða húsrými, sem rýrir gæði þjónustunnar, eykur líkur á mistökum og lengir biðlista. Efla þurfi grunnþjónustuna, fjölga heilsugæslustöðvum og starfsfólki þeirra. Sjálfur hefur hann fundið fyrir auknu álagi og sú hugsun sótt að hvort hann ætti kannski að yfirgefa fagið sem hann lagði allt í sölurnar til að sinna: „Ég er stundum alveg að gefast upp.“
Athugasemdir (2)