Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vandi heilsugæslunnar: „Það er erfitt að duga til“

Heim­il­is­lækn­ir­inn Jör­und­ur Krist­ins­son seg­ir að heilsu­gæsl­an sé al­var­lega van­rækt og van­bú­in til að sinna hlut­verki sínu. Ný hverfi séu byggð án þess að ráð sé gert fyr­ir heilsu­gæslu­stöðv­um. Sí­fellt sé hlað­ið á heilsu­gæsl­una verk­efn­um án þess að því fylgi auk­ið fjár­magn, mannafli eða hús­rými, sem rýr­ir gæði þjón­ust­unn­ar, eyk­ur lík­ur á mis­tök­um og leng­ir bið­lista. Efla þurfi grunn­þjón­ust­una, fjölga heilsu­gæslu­stöðv­um og starfs­fólki þeirra. Sjálf­ur hef­ur hann fund­ið fyr­ir auknu álagi og sú hugs­un sótt að hvort hann ætti kannski að yf­ir­gefa fag­ið sem hann lagði allt í söl­urn­ar til að sinna: „Ég er stund­um al­veg að gef­ast upp.“

Heilsugæslan fæst við sífellt fleiri og flóknari verkefni, sem má rekja til framþróunar í lækningum, yfirfærslu verkefna frá sjúkrahúsum til heilsugæslu, vaxandi fólksfjölgunar, öldrunar þjóðar, fjölgunar hælisleitenda, rafrænna samskipta og stækkunar bæjarfélaga, svo dæmi séu tekin. Jörundur Kristinsson skrifaði fyrr á árinu pistil sem birtist í Læknablaðinu undir yfirskriftinni: Efling heilsugæslu – gamall frasi eða raunverulegt markmið? Þar benti hann á að stór verkefni séu í vaxandi mæli færð frá Landspítala og víðar að til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu án þess að yfirfærslunni fylgi fjármagn, mannafli eða húsrými. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur lagt áherslu á eflingu heilsugæslunnar en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rétt hjá Jörundi að þótt fjármagn til heilsugæslunnar hafi aukist með einstaka verkefnum þurfi meira fjármagn inn í grunnþjónustuna og undir það tekur framkvæmdastjóri lækninga, Sigríður Dóra Magnúsdóttir. Víða er húsnæði heilsugæslunnar orðið allt of þröngt, nýjar stöðvar eru ekki reistar í nýjum hverfum, fjöldi fólks …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár