Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

100 milljóna tilboði í DV hafnað

Til­boð­um um kaup á DV sem Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur bar fram fyr­ir hönd fjár­festa hef­ur ver­ið hafn­að í tvígang. Helgi Magnús­son, stjórn­ar­formað­ur og að­aleig­andi Torgs, neit­ar fyr­ir að til­boð­in hafi borist.

100 milljóna tilboði í DV hafnað
Kannast ekki við tilboð Helgi Magnússon segir að fjölmiðlar Torgs séu ekki til sölu. Það stangast á við heimildir Stundarinnar um að undanfarið hafi verið leitað að kaupendum að Fréttablaðinu, hið minnsta. Mynd: MBL / Ómar Óskarsson

Heimildir Stundarinnar herma að fjárfestar hafi fyrir skemmstu gert tilboð í DV, í tvígang hið minnsta. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á um 100 milljónir króna en því var hafnað. Síðara tilboðið var hærra en Stundin hefur ekki upplýsingar um hversu hátt það var. Því var einnig hafnað.

Það mun hafa verið lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson sem bar fram tilboðin fyrir hönd aðila sem Stundin hefur ekki vitneskju um hverjir eru. Þegar Stundin hafði samband við Svein Andra vildi hann hvorki staðfesta að tilboð hefði verið lagt fram né hverjir hefðu staðið að baki því. „No comment,“ var svarið sem Sveinn Andri gaf.

Helgi Magnússon, stjórnarformaður og aðaleigandi Torgs sem á og rekur DV ásamt Fréttablaðinu, neitaði því hins vegar í samtali við Stundina að nokkurt tilboð hefði borist í DV. „Við höfum ekki fengið neitt tilboð. Er þetta ekki einhver misskilningur? Ég hugsa nú að ef að það hefði komið eitthvað tilboð myndi ég nú vita af því.“

„Getur ekki verið að hann hafi verið að bjóða í Stundina eða Viðskiptablaðið, er þetta ekki einhver misskilningur?“
Helgi Magnússon
Aðaleigandi DV

Blaðamaður Stundarinnar svaraði því þá til að heimildir fyrir því að tilboð hefði borist væru traustar. „Ég held nú að þú sért á villigötum,“ sagði Helgi þá. „Getur ekki verið að hann hafi verið að bjóða í Stundina eða Viðskiptablaðið, er þetta ekki einhver misskilningur? Í fyrsta lagi er ekkert til sölu hjá okkur og í öðru lagi hefur ekkert tilboð komið og enginn borið sig eftir slíku við mig.“

Þessar fullyrðingar Helga stangast á við heimildir Stundarinnar en samkvæmt þeim hafa forsvarsmenn Torgs að undanförnu leitað kaupenda að Fréttablaðinu og munu meðal annars hafa boðið Símanum blaðið til kaups. Því boði var hafnað.

Þegar þetta var borið upp á Helga vildi hann ekkert við það kannast. „Ég hlyti að vita af því, ég er stjórnarformaður og stærsti hluthafinn og ef að slíkt væri í gangi geri ég alveg ráð fyrir að ég myndi vita af því. Og ég get alveg lofað þér því að það myndi ekkert gerast án þess að ég kæmi að því. Ég veit ekki til þessa og þetta er bara slúður. Ég er búinn að svara þér og það er engu við þetta að bæta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár