Niðurstöður kosninganna liggja fyrir og um leið hvaða frambjóðendur náðu kjöri. Hér að neðan fylgir listi yfir þingflokkana.
Listinn var uppfærður eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem hafði veruleg áhrif á úthlutun jöfnunarsæta. Engin breyting varð hins vegar á þingstyrk flokkanna. Við endurtalninguna fækkaði konum og eru ekki lengur í meirihluta. Þá datt Lenya Rún Taha Karim einnig út en hún hefði verið yngsti þingmaður lýðveldissögunnar.
Flokkur fólksins
Undir forystu Ingu Sæland náði flokkurinn mun betri kosningu en kannanir höfðu gefið vísbendingu um. Þingflokkurinn fer úr tveimur í sex.
- Ásthildur Lóa Þórsdóttir
- Eyjólfur Ármannsson
- Guðmundur Ingi Kristinsson
- Inga Sæland
- Jakob Frímann Magnússon
- Tómas A. Tómasson
Framsóknarflokkurinn
Ótvíræður sigurvegari kosninganna og sá flokkur sem bætir langmestu við sig. Flokkurinn stækkar um fimm.
- Ágúst Bjarni Garðarsson
- Ásmundur Einar Daðason
- Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
- Halla Signý Kristjánsdóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Jóhann Friðrik Friðriksson
- Lilja Dögg Alfreðsdóttir
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
- Líneik Anna Sævarsdóttir
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Stefán Vagn Stefánsson
- Willum Þór Þórsson
- Þórarinn Ingi Pétursson
Miðflokkurinn
Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer úr því að vera stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í að vera fámennasti flokkurinn á þingi með þrjá menn. Áður en endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi var Karl Gauti Hjaltason inni en Bergþór Ólason kom í hans stað að henni lokinni.
- Bergþór Ólason
- Birgir Þórarinsson
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Píratar
Þingflokkur Pírata stendur í stað en flokkurinn fékk sex þingmenn kjörna, líkt og í síðustu kosningum. Fyrir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi var Lenya Rún Taha Karim inni og var þá sögð yngsti þingmaður lýðveldissögunnar. Hún datt út í uppfærðum tölum og vék fyrir gísla Rafnari Ólafssyni.
- Andrés Ingi Jónsson
- Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
- Björn Leví Gunnarsson
- Gísli Rafn Ólafsson
- Halldóra Mogensen
- Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Samfylking
Jafnaðarmannaflokkur Íslands tapar einu þingsæti í kosningunum og fær sex á nýju þingi. Flokkurinn hafði skorað talsvert hærra í skoðanakönnunum og má telja líklegt að þar á bæ séu margir svekktir. Áður en atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin að nýju var Rósa Björk Brynjólfsdóttir inni. Jóhann Páll Jóhannsson kom í hennar stað eftir endurtalninguna.
- Helga Vala Helgadóttir
- Jóhann Páll Jóhannsson
- Kristrún Mjöll Frostadóttir
- Logi Már Einarsson
- Oddný Guðbjörg Harðardóttir
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
Sjálfstæðisflokkur
Sjálfstæðisflokkurinn heldur stöðu sinni sem stærsti flokkurinn í íslenskum stjórnmálum. Hann tapar þó fylgi frá síðustu kosningum en heldur þingmannafjöldanu með 16.
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
- Ásmundur Friðriksson
- Berglind Ósk Guðmundsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Bjarni Benediktsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Diljá Mist Einarsdóttir
- Guðlaugur Þór Þórðarson
- Guðrún Hafsteinsdóttir
- Haraldur Benediktsson
- Hildur Sverrisdóttir
- Jón Gunnarsson
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Óli Björn Kárason
- Vilhjálmur Árnason
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Viðreisn
Niðurstöður kosninganna færa Viðreisn einn auka mann á þing en flokkurinn fær fimm þingmenn.
- Guðmundur Gunnarsson
- Hanna Katrín Friðriksson
- Sigmar Guðmundsson
- Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Vinstri græn
Flokkur forsætisráðherra tapaði miklu fylgi og þremur mönnum í kosningunum. Fer úr ellefu í átta. Hólmfríður Árnadóttir féll út eftir að endurtalningu lauk í Norðvesturkjördæmi og Orri Páll Jóhannsson kom inn í hennar stað.
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
- Bjarni Jónsson
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson
- Jódís Skúladóttir
- Katrín Jakobsdóttir
- Orri Páll Jóhannsson
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Svandís Svavarsdóttir
Uppfært klukkan 18.32
Athugasemdir