Kristín Sigurðardóttir fæddist árið sem California Dreamin með Mamas & the Papas var á toppnum og svo má nefna The Boots are Made for Walkin með Nancy Sinatra og Strangers in the Night með Frank Sinatra. Faðir hennar er Sigurður Björnsson krabbameinslæknir og móðir hennar er Guðný Stefánía Kristjánsdóttir frumutæknir. Kristín ólst upp í Bandaríkjunum. „Við bjuggum fyrst í Connecticut og síðan í Buffalo, New York. Þar var aðallega töluð enska á heimilinu.“
Fjölskyldan flutti til Íslands þegar Kristín byrjaði í gagnfræðaskóla og segir hún að það hafi verið svolítil áskorun að byrja í skólanum og tala „barnamál“ á íslensku. „Þegar ég verð þreytt eða þarf að einbeita mér fer ég svolítið að hugsa á ensku.“
Fann ræturnar á Íslandi
Hún var alltaf ákveðin í að flytja aftur til Bandaríkjanna en raunin varð önnur. Hún fann ræturnar á Íslandi og vildi ekki aftur út. Þegar stúdentshúfan var komin á kollinn …
Athugasemdir