Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hjólahýsafólkið sem vildi kaupa brunabíl

Við Laug­ar­vatn hafa stað­ið hjól­hýsi í marga ára­tugi. Sam­fé­lag sem ið­ar af lífi á sumr­in en leggst svo í dvala yf­ir vet­ur­inn. Hjól­hýs­in eru í mis­jöfnu ásig­komu­lagi en flest­um virð­ist vel við hald­ið og skraut­leg­ir garð­ar og stór­ir pall­ar um­lykja þau flest. Þarna hef­ur fólk kom­ið sér fyr­ir, sum­ir kom­ið ár­lega lengi en aðr­ir til­tölu­lega ný­mætt­ir. Núna í sept­em­ber verð­ur hins veg­ar skrúf­að fyr­ir vatn­ið og nær öll­um gert að vera far­in fyr­ir ára­mót.

Hjólahýsafólkið sem vildi kaupa brunabíl
Formaðurinn Hrafnhildur Bjarnadóttir og maðurinn hennar hafa haft sumarathvarf á Laugarvatni síðan 2015. Hún er nú formaður Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á svæðinu, og stendur í stappi við sveitastjórnina um lokun svæðisins. Mynd: Davíð Þór

Hjólhýsasvæðinu sem staðið hefur við Laugavatn í fimmtíu ár verður lokað fljótlega. Innan um hýsin sem þar standa núna eru auðir en úfnir blettir, þar sem einu sinni hafa staðið hjólhýsi og stórir pallar. Eitt og eitt tínast hýsin í burtu og þurfa þau síðustu að vera farin á næsta ári. Það er svo gott sem nákvæmlega ár síðan sveitarstjórnin í Bláskógabyggð tók ákvörðun um að láta loka svæðinu. Áður en að sú ákvörðun var tekin voru um 200 hýsi á svæðinu.

Það þarf ekki langan göngutúr um hjólhýsasvæðið á Laugarvatni til að skilja og heyra nákvæmlega afstöðu samfélagsins þar til fyrirhugaðrar lokunar. Þau einfaldlega skilja ekki hvernig niðurstaða sveitarfélagsins getur verið sú að reka þau burt. Úr því sem þau flest lýsa sem paradís. „Mér finnst þetta alveg yndislegt. Ég er fædd og uppalin í sveit og finnst þetta alveg dýrðlegt. Þetta er bara eins og að koma í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár