Hjólhýsasvæðinu sem staðið hefur við Laugavatn í fimmtíu ár verður lokað fljótlega. Innan um hýsin sem þar standa núna eru auðir en úfnir blettir, þar sem einu sinni hafa staðið hjólhýsi og stórir pallar. Eitt og eitt tínast hýsin í burtu og þurfa þau síðustu að vera farin á næsta ári. Það er svo gott sem nákvæmlega ár síðan sveitarstjórnin í Bláskógabyggð tók ákvörðun um að láta loka svæðinu. Áður en að sú ákvörðun var tekin voru um 200 hýsi á svæðinu.
Það þarf ekki langan göngutúr um hjólhýsasvæðið á Laugarvatni til að skilja og heyra nákvæmlega afstöðu samfélagsins þar til fyrirhugaðrar lokunar. Þau einfaldlega skilja ekki hvernig niðurstaða sveitarfélagsins getur verið sú að reka þau burt. Úr því sem þau flest lýsa sem paradís. „Mér finnst þetta alveg yndislegt. Ég er fædd og uppalin í sveit og finnst þetta alveg dýrðlegt. Þetta er bara eins og að koma í …
Athugasemdir