Halla Helgadóttir hefur í gegnum tíðina verið leiðandi í umræðum um mikilvægi hönnuða hér á landi og skapandi greina almennt. Hún starfaði í auglýsingabransanum um árabil og segir hann vera að ganga í gegnum meiri háttar breytingar og að tækifæri hönnuða leynist víða.
Halla Helgadóttir er grafískur hönnuður að mennt og starfar sem framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Hún á farsælan feril í auglýsingabransanum að baki og starfaði lengst af sem hönnuður og stjórnandi á auglýsingastofunni Fíton. Undanfarin ár hefur hún nýtt víðtæka reynslu sína í uppbyggingu og starfsemi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og tekur á móti blaðamanni í Grósku hugmyndahúsi þar sem starfsemin hreiðraði um sig síðasta haust.
Halla er fædd og uppalin í Vesturbænum og segist alla tíð haft tilhneigingu til að gera hlutina í höndunum. Sem ung kona í Hagaskóla var hún hluti af hópi sem var mikið í leiklist og tónlist en eftir gagnfræðaskólann lá leiðin …
Athugasemdir