Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hönnuðir hafa mikilvægu hlutverki að gegna

Halla Helga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mið­stöðv­ar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs, hef­ur í gegn­um tíð­ina ver­ið leið­andi í um­ræð­um um mik­il­vægi hönnuða hér á landi og skap­andi greina al­mennt. Hún starf­aði í aug­lýs­inga­brans­an­um um ára­bil og seg­ir hann vera að ganga í gegn­um meiri hátt­ar breyt­ing­ar og að tæki­færi hönnuða leyn­ist víða.

Hönnuðir hafa mikilvægu hlutverki að gegna
Framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Halla Helgadóttir hefur í gegnum störf sín séð tækifærin í aðferðum hönnuða og hversu mikil lífsgæði hægt er að skapa með þeim. Mynd: Davíð Þór

Halla Helgadóttir hefur í gegnum tíðina verið leiðandi í umræðum um mikilvægi  hönnuða hér á landi og skapandi greina almennt. Hún starfaði í auglýsingabransanum um árabil og segir hann vera að ganga í gegnum meiri háttar breytingar og að tækifæri hönnuða leynist víða.

Halla Helgadóttir er grafískur hönnuður að mennt og starfar sem framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Hún á farsælan feril í auglýsingabransanum að baki og starfaði lengst af sem hönnuður og stjórnandi á auglýsingastofunni Fíton. Undanfarin ár hefur hún nýtt víðtæka reynslu sína í uppbyggingu og starfsemi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og tekur á móti blaðamanni í Grósku hugmyndahúsi þar sem starfsemin hreiðraði um sig síðasta haust. 

Halla er fædd og uppalin í Vesturbænum og segist alla tíð haft tilhneigingu til að gera hlutina í höndunum. Sem ung kona í Hagaskóla var hún hluti af hópi sem var mikið í leiklist og tónlist en eftir gagnfræðaskólann lá leiðin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ósýnileiki kvenna í grafískri hönnun

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár