Samkvæmt eigin mælingum Sorpu kemur fram að magn þungmálma í moltu sem framleidd er í Gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA er langt yfir mörkum, bæði samkvæmt viðmiðum frá Bretlandi og Evrópusambandinu. Bygging verksmiðjunnar hefur kostað um 6 milljarða króna, en samkvæmt kostnaðaráætlun frá 2016 var áætlaður kostnaður um 2,8 milljarðar. Stundin greindi frá því í síðasta tölublaði að moltan sem Sorpa framleiddi væri plastmenguð og stæðist þar af leiðandi ekki kröfur. Var plastmengunin svo mikil að hefðu áætlanir Sorpu gengið eftir og moltunni hefði verið dreift, hefði um 200 tonnum af plasti verið dreift um íslenska náttúru.
Hættulegir þungmálmar langt yfir mörkum
Efnamælingar sem Sorpa hefur birt sýna að moltan sem byggðasamlagið framleiðir er mikið menguð af þungmálmum og magn blýs, kadmíums, sinks og nikkels langt yfir leyfilegum mörkum.
Blý er einn þeirra málma sem er hættulegastur umhverfinu og mannfólki. Samkvæmt tölum Sorpu er magn af blýi í moltunni sem þeir …
Athugasemdir