Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kínverjar aldrei aftur niðurlægðir

Kín­verj­ar munu aldrei aft­ur sætta sig við að vera nið­ur­lægð­ir af út­lend­ing­um að sögn þar­lendra ráða­manna. Stjórn­mála­fræð­ing­ar segja að kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn, sem ný­lega fagn­aði 100 ára af­mæli sínu, byggi til­kall sitt til valda með­al ann­ars á þjóð­ern­is­hyggju og stolti auk mik­ils hag­vaxt­ar.

Kínverjar aldrei aftur niðurlægðir
Kína fagnar Dansarar túlka 100 ára afmæli Kínverska kommúnistaflokksins í Hreiðinu, leikvangi í Beijing, 28. júní síðastliðinn. Á þessum 100 árum hefur Kína þróast úr stríðshrjáðu landi yfir í vaxandi heimsveldi sem nú vill hnykla vöðvana. Mynd: NOEL CELIS / AFP

Öld niðurlægingarinnar er hugtak sem er nauðsynlegt að skilja til að átta sig á þeirri stöðu sem kínverski kommúnistaflokkurinn hefur í hugum almennings. Um er að ræða rúmlega hundrað ára tímabil frá miðri 19. öld þegar vesturveldin og Japanir hersátu og tvístruðu landi Kínverja sem hafði verið helsta menningarþjóð og stórveldi Austur-Asíu í þúsundir ára. 

Þessu tímabili niðurlægingar kínversku þjóðarinnar lauk formlega árið 1949 þegar landið var á ný sameinað en í þetta sinn undir stjórn Kommúnistaflokksins. Indverski stjórnmálafræðingurinn Pratap Bhanu Mehta, sem hefur sérhæft sig í samanburði á risunum tveimur í Asíu, segir sláandi hversu mikil áhersla sé lögð á þessa niðurlægingu á öllum stigum kínversks samfélags í dag. 

„Hún er algjör þungamiðja í allri söguskoðun Kínverja. Menntakerfið er byggt í kringum hana,“ segir Mehta í nýlegri grein í blaðinu Indian Express. „Meira að segja ef við lítum á minnismerki má sjá að þau eru öll viljandi hönnuð af …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár