Fjöldagrafir á annað þúsund barna, sem fundist hafa við gamla heimavistarskóla í Kanada undanfarnar vikur, varpa ljósi á skelfilega arfleifð sem aldrei var gerð upp. Börn kanadískra frumbyggja voru tekin frá þeim með skipulögðum hætti og vistuð við oft hörmulegar aðstæður þar sem menning þeirra var barin úr þeim. Síðustu stofnunum af þessu tagi var ekki lokað fyrr en 1996 og glæpir sem þar voru framdir eru enn að líta dagsins ljós.
Kerfið var formlega kallað Canadian Indian Residential School System en í raun var um nauðungarvistun að ræða. Því var komið á laggirnar undir lok 19. aldar með það að markmiði að útrýma menningu frumbyggja og aðlaga næstu kynslóðir þeirra að siðum hvíta mannsins til að skapa betri samfélagsþegna. Var það meðal annars gert með líkamlegu ofbeldi og öðrum þvingunum. Þau sem töluðu sitt eigið tungumál eða reyndu að virða forn trúarbrögð sín voru einangruð og pyntuð til hlýðni. …
Athugasemdir