Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Svívirt, myrt og gleymd börn í Kanada

Börn voru tek­in frá for­eldr­um sín­um til dval­ar og mennt­un­ar í kaþ­ólsk­um skól­um í Kan­ada. Graf­ir þeirra og sög­ur eru nú að koma fram í dags­ljós­ið.

Svívirt, myrt og gleymd börn í Kanada
Vettvangur líkfundar Hér nærri Marieval Indian Residential School í Saskatchewan hafa fundist 750 ómerktar grafir. Mynd: GEOFF ROBINS / AFP

Fjöldagrafir á annað þúsund barna, sem fundist hafa við gamla heimavistarskóla í Kanada undanfarnar vikur, varpa ljósi á skelfilega arfleifð sem aldrei var gerð upp. Börn kanadískra frumbyggja voru tekin frá þeim með skipulögðum hætti og vistuð við oft hörmulegar aðstæður þar sem menning þeirra var barin úr þeim. Síðustu stofnunum af þessu tagi var ekki lokað fyrr en 1996 og glæpir sem þar voru framdir eru enn að líta dagsins ljós. 

Kerfið var formlega kallað Canadian Indian Residential School System en í raun var um nauðungarvistun að ræða. Því var komið á laggirnar undir lok 19. aldar með það að markmiði að útrýma menningu frumbyggja og aðlaga næstu kynslóðir þeirra að siðum hvíta mannsins til að skapa betri samfélagsþegna. Var það meðal annars gert með líkamlegu ofbeldi og öðrum þvingunum. Þau sem töluðu sitt eigið tungumál eða reyndu að virða forn trúarbrögð sín voru einangruð og pyntuð til hlýðni. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár