Orð sem eru látin falla á meðan ofbeldi er beitt geta setið lengi eftir í huga þeirra sem fyrir þeim verða. Orðin sem meiða hafa jafnvel verri áhrif heldur en líkamlega ofbeldið, því á meðan sárin gróa situr lítilsvirðingin eftir, tilraunin til að svipta þolendur mennskunni. Orð sem geta verið sem brennimerkt í huga þolenda, endurómað þar og kallað fyrirvaralaust fram bæði endurlit af ofbeldinu og neikvæðar tilfinningar. Orð sem hafa áhrif á sjálfsmynd þolenda og öryggiskennd. Þessu lýsa konur sem hafa verið í ofbeldisaðstæðum og segja hér frá því hvaða orð sitja eftir, hvers vegna og hvaða skaða þau hafa valdið. Orðin eru ekki aðeins meiðandi heldur afhjúpa þau hugarástand gerenda, hvort sem um er að ræða afneitun þeirra, tilraunir til að bregðast við rofi á milli þess sem þeir vilja vera og þeir sem þeir eru, og í sumum tilfellum einlægan ásetning til að valda þolendum sínum sársauka. …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.
Orð sem meiða og mynda sár sem seint gróa
Andlegt ofbeldi fylgir gjarnan líkamlegu ofbeldi og kynferðisofbeldi. Konur segja hér frá orðum sem voru látin falla á meðan þær voru beittar ofbeldi, orð sem hafa setið eftir í hugum þeirra og eitrað út frá sér. Orð sem fela í sér sársauka og minna stöðugt á ofbeldið. Samkvæmt sérfræðingum hefur andlega ofbeldið jafnvel verri áhrif á líf og sálarheill þolenda heldur en sár sem gróa því áhrif þess eru svo lúmsk, langvarandi og víðtæk. Engu að síður hafa þessi orð fengið lítið vægi við meðferð mála í réttarvörslukerfinu. Margar þessara kvenna eru að endursegja orðin í fyrsta sinn. Eins og ein orðaði það: „Megi þessi orð rotna annars staðar en í maganum á mér.“
Athugasemdir