Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Orð sem meiða og mynda sár sem seint gróa

And­legt of­beldi fylg­ir gjarn­an lík­am­legu of­beldi og kyn­ferð­isof­beldi. Kon­ur segja hér frá orð­um sem voru lát­in falla á með­an þær voru beitt­ar of­beldi, orð sem hafa set­ið eft­ir í hug­um þeirra og eitr­að út frá sér. Orð sem fela í sér sárs­auka og minna stöð­ugt á of­beld­ið. Sam­kvæmt sér­fræð­ing­um hef­ur and­lega of­beld­ið jafn­vel verri áhrif á líf og sál­ar­heill þo­lenda held­ur en sár sem gróa því áhrif þess eru svo lúmsk, langvar­andi og víð­tæk. Engu að síð­ur hafa þessi orð feng­ið lít­ið vægi við með­ferð mála í rétt­ar­vörslu­kerf­inu. Marg­ar þess­ara kvenna eru að end­ur­segja orð­in í fyrsta sinn. Eins og ein orð­aði það: „Megi þessi orð rotna ann­ars stað­ar en í mag­an­um á mér.“

Orð sem eru látin falla á meðan ofbeldi er beitt geta setið lengi eftir í huga þeirra sem fyrir þeim verða. Orðin sem meiða hafa jafnvel verri áhrif heldur en líkamlega ofbeldið, því á meðan sárin gróa situr lítilsvirðingin eftir, tilraunin til að svipta þolendur mennskunni. Orð sem geta verið sem brennimerkt í huga þolenda, endurómað þar og kallað fyrirvaralaust fram bæði endurlit af ofbeldinu og neikvæðar tilfinningar. Orð sem hafa áhrif á sjálfsmynd þolenda og öryggiskennd. Þessu lýsa konur sem hafa verið í ofbeldisaðstæðum og segja hér frá því hvaða orð sitja eftir, hvers vegna og hvaða skaða þau hafa valdið. Orðin eru ekki aðeins meiðandi heldur afhjúpa þau hugarástand gerenda, hvort sem um er að ræða afneitun þeirra, tilraunir til að bregðast við rofi á milli þess sem þeir vilja vera og þeir sem þeir eru, og í sumum tilfellum einlægan ásetning til að valda þolendum sínum sársauka. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár