„Ég er enn á lífi,“ segir Yousef Mousa aðspurður um það hvernig hann hafi það. Yousef er sextíu og sex ára Palestínumaður búsettur á Gaza-ströndinni. Hann er krabbameinslæknir sem kominn er á eftirlaun. Meðfram störfum sínum sem læknir var Yousef lengi framkvæmdastjóri palestínskra hjálparsamtaka og fyrir það einn af helstu yfirmönnum Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.

Fyrir tæpum tveimur vikum síðan rigndi sprengjum úr herþotum Ísraela yfir heimabæ hans. „Það eru tæplega tvær vikur liðnar frá hörmungunum, stríðinu sem varð meira en tvö hundruð manns að bana, allt óbreyttir borgarar. Rúmlega sjötíu þeirra voru börn, yfir þrjátíu konur,“ segir hann og útskýrir svo hvernig í sumum tilvikum hafi heilu fjölskyldurnar verið drepnar og síðar fjarlægðar úr þjóðskrá. „Þær eru ekki til lengur. Níu fjölskyldur …
Athugasemdir