Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lög­mað­ur hef­ur sagt sig frá málsvörn Sölva Tryggva­son­ar. „Orð mín hafa sært ein­stak­linga,“ seg­ir hún.

Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn

Lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem tók við hann viðtal í hans eigin Podcast-þætti um það sem Sölvi fullyrti að væri rógsherferð gegn honum, hefur sagt sig frá málsvörn hans og biðst „einlæglega afsökunar“. Í ljós hefur komið að ein þeirra tveggja sem hefur kært Sölva er umbjóðandi hennar í öðru máli. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn, Saga Ýrr Jónsdóttir, sendi frá sér á fjölmiðla. 

„Á sunnudaginn fyrir viku síðan leitaði Sölvi Tryggvason til mín og ég tók að mér afmarkað mál fyrir hans hönd sem lögmaður. Á fimmtudag fékk ég svo símtal þar sem mér var tilkynnt að önnur kvennanna sem kærði Sölva á miðvikudagskvöld er einn umbjóðenda minna í hópmálsókn sem hefur verið í gangi í nokkur ár og er enn í rekstri fyrir dómstólum. Ég viðurkenni fúslega að mér varð brugðið við þessar upplýsingar en við þá konu hef ég átt í góðum og miklum samskiptum sem lögmaður undir rekstri hópmálsóknarinnar. Vegna þessa augljósa hagsmunaáreksturs er mér ekki annað fært en að segja mig frá máli Sölva og held því áfram að vinna að hagsmunum umræddrar konu í hópmálsókninni í góðu samráði við hana.“

Saga Ýrr biðst afsökunar á framgöngu sinni í viðtalinu við Sölva, sem hann sagði hafa komið til út af sögunum sem hann hefði „lent í“.

„Svo lengi lærir sem lifir og hefur undanfarin vika verið mér mjög lærdómsrík. Ég hef áttað mig á að ég fór út fyrir verksvið mitt sem lögmaður, lét tilleiðast og kom mér í aðstæður sem ég geri mér núna grein fyrir að ég hefði aldrei átt að vera í. Eftir að hafa horft á tíðrætt podcast sem fór í loftið í síðustu viku er fátt annað í brjósti mér en að ég átta mig á að orð mín þar hafa sært einstaklinga og á því langar mig að biðja einlæglega afsökunar. Með því er ég alls ekki að taka afstöðu til sakleysis eða sektar Sölva heldur einungis að taka ábyrgð á minni framgöngu.“

Fór í viðtal hjá lögmanni sínum„Ég hef setið undir látlausum gróusögum. Og nú er svo komið að ég sit á þeim stað og hef tekið viðtöl við á annað hundrað manns um þeirra viðkvæmustu mál,“ sagði Sölvi.

Sögusögnin sem Sölvi sagðist hafa verið að svara fyrir sneri að því að hann hefði verið handtekinn af lögreglu fyrir að beita vændiskonu ofbeldi. Hann sýndi síðar afrit af málaskrá lögreglu fyrir aprílmánuð. Í andsvari við frásögn Sölva kom fram frásögn konu sem lýsti því að hann hefði kallað til lögreglu í marsmánuði eftir að hann hefði neitað að yfirgefa heimili hennar og beitt hana ofbeldi. Málaskráin náði ekki svo langt, en Sölvi kvaðst hafa kallað til lögreglu til þess að tilkynna hana fyrir hótun um mannorðsmorð. Hann sagðist hafa fengið dræm viðbrögð lögreglu. Konan lagði hins vegar fram kæru á hendur honum vegna atviksins. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar eftir birtingu á þætti Sölva er haft eftir konunni: „Ég vil taka fram að ég veit ekki hvaðan sú saga sem nú er í fjölmiðlum er tilkomin en hún kemur ekki frá mér. Ég er ekki vændiskona og atvikið sem um ræðir átti sér stað 14. mars síðastliðinn en ekki fyrir tveimur vikum. Hvort fleiri atvik hafi átt sér stað með öðrum konum er eitthvað sem Sölvi þarf að svara fyrir en ekki ég.“

Sölvi sakaði konuna í viðtalinu um að hóta því að rústa mannorði hans. „Fyrir sex eða sjö vikum síðan leitaði ég sjálfur til lögreglu af því að það var manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu. Það er það sem er skrýtnast af öllu fyrir mig að ég vil ekki einu sinni nota þetta til að svara fyrir mig, vegna þess að ég er hræddur um að þá komi sagan: „Já, Sölvi, lögreglan -já, hann hlýtur nú að vera sekur. Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu. Og nú er það búið að gerast, eða það er að segja, tilraunin er búin að eiga sér stað.“

Saga Ýrr tók undir með Sölva að hann væri saklaus. „Það er búið að skvetta á þig skít. Það er erfitt að verða hvítþveginn aftur. Þú ert miðaldra, hvítur, karlmaður í forréttindastöðu. Þú liggur vel við höggi, það er bara þannig,“ sagði hún. „Af því að ég er karlmaður, eða eitthvað, þá líður mér eins og ég megi ekki segja frá því að ég leitaði til löreglunnar af því að mér var ógnað,“ sagði Sölvi. „Þetta er náttúrulega menning sem við verðum að breyta,“ svaraði Saga. 

„Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu“
Sölvi Tryggvason

Í kjölfar þess að Sölvi nýtti vettvang sinn til að færa fram ásakanir á hendur konunni hafði önnur kona samband við lögmann og kærði hann vegna atviks í júní í fyrra.

Eftir að viðtalið var birt reis samúðarbylgja með Sölva. Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson birti myndband af sér grátandi að horfa á myndbandið við Sölva með textanum: „Hvað er að okkur?“ Eftir að kærurnar komu fram kvaðst hann ekki hafa verið að taka afstöðu. Þá hefur tónlistamaðurinn Jónas Sig beðist afsökunar á því að hafa tekið opinbera afstöðu með Sölva gegn konunni, án þess að hafa þekkt málsatvik.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár