Þegar Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson fóru í viðtal í þættinum Eigin konur nýverið til að ræða reynslu sína af því að taka upp kynlífsmyndbönd og birta á vefsíðunni OnlyFans gegn gjaldi bjuggust þau ekki við því að hávær umræða færi af stað á samfélagsmiðlum. Áhrifavaldar með þúsundir fylgjenda birtu skoðanir sínar um þau og starfsvettvanginn og allir virtust hafa afstöðu með eða á móti dreifingu nektarmynda, kynlífi gegn greiðslu eða klámi almennt.
„Þetta var mjög yfirþyrmandi,“ segir Ósk. „Við vissum alltaf að við mundum fá einhver viðbrögð, en þetta var mjög mikið.“
Ósk og Ingólfur eru bæði með OnlyFans reikninga og hafa það að aðalatvinnu. Þau eru ekki par, en búa saman og framleiða oft saman erótískt efni. Ósk bjó á Bretlandi um tíma og kynntist þar fólki sem starfar í erótískum dansi á viðburðum. „Ég er mjög ánægð að hafa farið í þann bransa, því ég hef …
Athugasemdir