REYKJAVÍK, ÍSLANDI
Í fyrrasumar hringdi Morgane Priet-Mahéo í mig og spurði hvort ég vildi heyra sögu ungs flóttamanns frá Nígeríu. Ég játti því og daginn eftir hitti ég hann fyrir utan Bíó Paradís, þar sem hann hafði verið með fleira fólki að rífa út gamlar innréttingar. Hann sat í hægindastól á gangstéttinni og var átakanlega sorglegur á svip. Það sást á löngu færi að þarna fór brotin manneskja.
Við settumst niður á Kaffi Sandholt og sátum þar í þrjá tíma. Allan tímann talaði hann og ég hlustaði. Honum lá lágt rómur og vegna hávaðans í kaffivélunum fluttum við okkur út í portið. Ég átti líka ögn erfitt með að skilja enskuna hans, en náði þó meginatriðunum í frásögninni. Hann var orðinn vanur sögumaður, hafði greinilega sagt þessa sögu áður.
„All my life, just suffer, suffer. I never see happiness. All my life, just suffer, suffer,“ sagði hann aftur og aftur …
Athugasemdir