Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mótefni lifir lengi í líkamanum

Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar benda til þess að mót­efni sem lifa lengi og hald­ast há í lík­am­an­um eft­ir að fólk veikist af Covid-19-veirunni séu með ná­kvæma virkni og bind­ast bet­ur.

Mótefni lifir lengi í líkamanum

Niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að mótefni sem lifa lengi og haldast há í líkamanum eftir að fólk veikist af Covid-19-veirunni séu með nákvæma virkni og bindast betur. 

Þetta kom fram á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um rannsóknir á afleiðingum Covid-19. „Nei, nú ætlaði ég að fara í skítkast. Það verður að vera eitthvað gaman af þessu,“ sagði forstjórinn Kári Stefánsson sem hvatti stjórnvöld til að tryggja stofnun Farsóttarhúss sem gæti tekið við slíkum rannsóknum til framtíðar. Mikilvægt væri að skima fólk almennt í samfélaginu til að átta sig á útbreiðslu veirunnar þar sem um helmingur þeirra sem sýkjast eru einkennalausir, en mótefnin virðast engu að síður lifa lengi í líkamanum. 

Niðurstöðurnar koma á óvart

„Það kemur á óvart að það séu svona mikið af mótefnum enn í líkamanum ári eftir sýkingu. Við áttum alveg eins von á því að mótefni færu að minnka mun hraðar,“ segir Daníel Fannar Guðbjartsson stærðfræðingur. Mótefni mælast meiri hjá eldra fólki og aukast líka með alvarleika sýkingar, sem kemur á óvart að sögn Kára sem segir að fólk sem er komið yfir sextugt eigi almennt erfiðara með að mynda mótefni. Þá kom fram að almennt væri góð samfylgni á milli mótefnamælingar og t-frumusvars, sem kæmi jafnframt á óvart þar sem ein kenningin hefði verið að fólk myndaði annað hvort mótefni eða t-frumusvar. Fjölvirkt t-frumusvar tengist vernd gegn sýkingum. Ónæmissvar gegn sars-cov-2 virðist lítið hafa dvínað eftir sýkingu. 

Á fundinum kom einnig fram að fólk sem var með mikil einkenni af sýkingunni er með verra áreynsluþol eftir veikindin en aðrir. Karlar eru hins vegar að nema einkennin síður en konur, en meiri munur er á milli karla sem veiktust alvarlegra og annarra. Þreytueinkenni eru líka almennt meiri á meðal kvenna. „Þetta stangast á við þá staðreynd að karlar eru almennt kvartsárari en konur,“ sagði Kári og sagði að með hverri spurningu sem svarað væri kviknuðu svör við tveimur til þremur nýjum spurningum. 

Flestir veiktust í fyrstu bylgju 

Flest sýnin sem liggja að baki rannsókninni voru tekin úr fólki sem veiktist í fyrstu bylgjunni. Þátttakendur voru beðnir um að svara spurningalista um heilsufar og lífsstíl, koma svo á vettvang og undirgangast þar ýmsar mælingar og próf.

Yfir 60 prósent þeirra sem veiktust í fyrstu bylgjunni tóku þátt í rannsókninni, eða 1.141 einstaklingar. Alls voru 53 prósent þáttakanda konur, en á milli fimm og ellefu mánuðir liðu frá því að fólk greindist með Covid-19 þar til rannsóknin var lögð fyrir.  Þátttakendum var skipt niður í fjóra hópa, sá stærsti samanstóð af einstaklingum sem fengu lítil einkenni, en undir hann féllu 439 einstaklingar. Minnsti hópurinn var fólk sem hafði þurft á spítalavist að halda vegna veirunnar, eða 49 einstaklingar. Skimað var fyrir ýmsum áhættuþáttum fyrir bráðum veikindum, en stærsti áhættuþátturinn felst í því að vera með einhvern sjúkdóm. Aðrir áhættuþættir voru hærri líkamsþyngdarstuðull, astmi, sykursýki og háþrýstingur. 

Enn á eftir að vinna úr ýmsum þáttum rannsóknarinnar en helstu niðurstöður væru þær að tengsl voru á milli mótefnamagns í blóði og alvarleika veikindanna.

Þeir sem veiktust lýstu meiri einkennum 

Spurt var um 90 einkenni. Þeir sem höfðu fengið veiruna voru með nánast öll einkennin oftar en aðrir, auk þess sem þeir voru næmari fyrir einkennunum og upplifði meiri einkenni en aðrir.

Það hvort fólk væri með skert eða truflað lyktar- eða bragðskyn tengdist lítið alvarleika veikindanna. Alvarleiki veikindanna hafði hins vegar áhrif á önnur einkenni sem sett voru í sama flokk; minnistruflanir, mæði, vanlíðan eftir líkamlega áreynslu, einbeitingarskort, þreyta, slappleika, brjóstverk, hraðan hjartslátt. Því veikara sem fólk varð, því verr leið því eftir veikindin. Það gilti jafnframt um kvíða, þunglyndiseinkenni og önnur heilsutengd lífsgæði. Þeir sem veiktust mest glímdu við meiri vanlíðan en aðrir. 

Alls lýsa 32 prósent þeirra sem fengu veiruna enn verulegum einkennum fimm til ellefu mánuðum eftir að þeir greindust, svo sem mæði, minnistruflunum, vanlíðan eftir áreynslu, einbeitingarskorti, þreytu og slappleika, en 14 prósent í viðmiðunarhópi. Algengara var á meðal kvenna að þær fyndu fyrir einkennum. Um 60% þurfti að minnka álag, vinna minna, draga úr námi, þrífa sjaldnar og 16 prósent þurfti að minnka mikið við sig. Tíminn virtist ekki vinna mikið með fólki, þátttakendur fundu fyrir jafn alvarlegum einkennum fimm mánuðum eftir sýkinguna og ellefu mánuðum.

Þreyta frekar en skert heilastarfsemi

Liður í rannsókninni var að láta fólk þefa af sex mismunandi pennum sem allir höfðu ákveðna lykt og meta hversu sterk og hversu góð lyktin væri. Þeir sem hafa mælst með veiruna mátu lykt almennt verri og daufari en aðrir, voru veiruna var tvöfalt líklegra til þess að skimast með skert lyktarskyn og þrefalt líklegra til þess að finna ekki lykt af einum pennanum. Hlutfall þeirra sem mældust með skert lyktarskyn var 9 prósent fyrir sýkinguna og 23 prósent eftir sýkinguna. Þessi einkenni lagast hins vegar með tímanum og lyktarskynið batnar. 

Áreynslupróf var sömuleiðis lagt fyrir fólk þar sem það var látið hjóla á þrekhjóli. Sterk tengsl voru á milli áreynsluþols og hversu alvarlega fólk veiktist af veirunni, þolið var lægra hjá þeim sem veiktust verr af Covid-19. Það tengist bæði afleiðingum alvarlegra veikinda og áhættuþáttum fyrir veikindinum. Þá vakti athygli að áreynsluþol hefur ekki aðeins lækkað á meðal þeirra sem veiktust af Covid-19 heldur einnig í viðmiðunarhópnum sem er talið stafa af hreyfingarleysi í samfélaginu. Lægra áreynsluþol hjá þeim sem veiktust tekur því líklega mið af eftirköstum veikindanna sem og almennu hreyfingarleysi í samfélaginu. 

Fólk sem hafði veikst af Covid-19 kom ekki verr út úr taugasálfræðiprófum sem lögð voru fyrir fólk með það að marki að meta athygli, einbeitingu, minni og rökhugsun. Niðurstöðurnar benda því til þess að þegar fólk sem hefur veikst af Covid-19 lýsir þessum einkennum stafi það frekar af þreytu heldur en truflun á heilastarfsemi.

Ekki var heldur munur á niðurstöðum fólks sem hafði greinst með Covid-19 og viðmiðunarhópi þegar blóðþrýstingur var mældur, hjartsláttartíðni, leiðni í kálfataug, heyrnapróf, nýrnablóðpróf, lifrarblóðpróf eða hjartarblóðpróf, sem bendir til þess að Covid-19 fylgi ekki víðtækar skemmdir á líffærum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár