Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Litla gosið í Geldingadal gæti gasmengað höfuðborgarsvæðið í dag

Gasmeng­un gæti náð til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í suð­vestanátt­um í dag.

Litla gosið í Geldingadal gæti gasmengað höfuðborgarsvæðið í dag

Eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall, skammt norðaustur af Grindavík, er lítið hraungos á sprungu. Gosið er heppilega staðsett í aflokuðum dal og minnkar það líkurnar á mikilli dreifingu hraunrennslis. Aðeins 2,6 kílómetrar eru frá gosstaðnum að Suðurstrandarvegi.

Almannavarnastig hefur verið lækkað úr neyðarstigi niður í hættustig, segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. „Það er mat vísindamanna að gosstöðvarnar séu litlar og lítil framrás hefur verið frá því í gær, talið er að gosið ógni ekki mannvirkjum eða byggð.“

Þrátt fyrir smæðina leggur gasmengun af eldgosinu og er fólk sem er í vindátt frá gosinu ráðlagt að forðast óþægindi með því að hafa glugga lokaða og kynda ef með þarf.

Í dag er spáð suðvestanátt á Reykjanesi sem þýðir að gasmengun getur borist til höfuðborgarsvæðisins. Ekki er hætta á ferðum svo fjarri gosstöðvunum. Varað er við því að fólk fari of nálægt eldgosinu, ekki síst vegna gasmengunarinnar.

Um er að ræða fyrsta eldgosið á Reykjanesskaganum frá Sturlungaöld, nánar tiltekið frá árinu 1240. Landhelgisgæslan myndaði gosið úr lofti í morgun og má sjá meðfylgjandi myndir úr þeirri töku.

Spá um dreifingu gosefnaSamkvæmt spá um dreifingu gosefna á vef Belgings mun gasmengun berast til höfuðborgarsvæðisins. Athugið að spána ber að túlka með fyrirvara.
Myndband GæslunnarNýtt myndband er komið frá Landhelgisgæslunni af eldgosinu.Landhelgisgæslan
Myndband GæslunnarLandhelgisgæslan flaug yfir svæðið í morgun.Landhelgisgæslan
GosbjarminnPáll Stefánsson ljósmyndari tók meðfylgjandi mynd af gosbjarmanum skömmu eftir að eldgosið hófst.
Umferð að gosinuReykjanesbrautin tepptist vegna ágangs gosáhugamanna í gærkvöldi.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár