Sigurður Ingi Þórðarson er klæddur í bláa úlpu og stuttbuxur, þótt úti sé næðingur, kalt í veðri og snjókoma. Hann er aðeins 28 ára gamall en það er komið að ögurstundu, hann ætlar að játa. Að baki er löng slóð svika. Í upphafi viðtalsins þvertók Sigurður Ingi fyrir að hafa gert nokkuð rangt, en loks játar hann allt. Segir það rétt að hann hafi haft í hyggju að svíkja fólk, hafa af því fé og stinga í eigin vasa.
Þrátt fyrir ungan aldur er Sigurður Ingi bæði þekktur og afkastamikill glæpamaður. Á ekki lengri tíma en tíu árum hefur hann stolið tugum milljóna í peningum, svikið út glæsikerrur, sofið á hótelum, borðað safaríkan skyndibita og ferðast til útlanda án þess að greiða krónu fyrir. Nú þegar hefur hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu piltum. Fleiri kærðu. Einn framdi sjálfsvíg.
Nú játar hann svikamyllu. „Eini tilgangur þessara félaga er að …
Athugasemdir