Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Loksins lesbía!“

Eva Jó­hanns­dótt­ir var ekki orð­in sjálf­ráða þeg­ar mað­ur beitti hana grimmi­legu of­beldi. Ann­ar mað­ur kom þar að en í stað þess að koma henni til bjarg­ar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mót­uð af þess­ari reynslu þeg­ar hún kom út úr skápn­um. „Loks­ins lesbía,“ hróp­aði afi henn­ar en homm­arn­ir í fjöl­skyld­unni eru svo marg­ir að á ætt­ar­mót­um er skellt í hóp­mynd af sam­kyn­hneigð­um. Af­inn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyr­ir hana en hún valdi aðra leið, að eign­ast barn með homm­um.

Í ferðalagi norður á land tók lífið óvænta stefnu. Eva Jóhannsdóttir var þar á ferð með vini sínum, hún lesbía og hann hommi. Umræðurnar leiddust út í barneignir, en Eva hafði í tvígang reynt að eignast barn með öðrum vini sínum, án árangurs. Úr varð að vinur hennar spurði hvort hún væri tilbúin til að reyna aftur, nú með honum og eiginmanni hans. 

Eva var ekki viss, hafði nýgreinst með tvo sjúkdóma og var að stíga upp úr margra ára veikindum. Hana hafði samt lengi langað í barn. „Ég var búin að ákveða að þegar ég væri loks búin að ljúka kennaranámi myndi ég ná mér í danskt sæði.“ Hún hlær og segir að afi sinn, Sturla, hafi verið stórkostlegur karakter. Þar sem hann hafi vitað að hana langaði í barn hafði hann spurt móður hennar hvað stæði í vegi fyrir því, hvort það væru peningar. Ef svo væri, væri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár