Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

302. spurningaþraut: Hvað þurfti hetjan Hercules að hreinsa?

302. spurningaþraut: Hvað þurfti hetjan Hercules að hreinsa?

Þrautin síðan í gær!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sú jurt er prýðir myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Bandarísk skáldkona er kunn fyrir ljóð sín en einnig skáldsöguna Bell Jar, eða Glerhjálm. Hún svipti sig lífi aðeins þrítug að aldri. Hvað hét hún?

2.   Í Kákasus-fjöllum eru þrjú lítil lönd milli Rússlands í norðri og Tyrklands og Írans í norðri. Hvað heita þau? Hér verðið þið að hafa tvö rétt til að fá stig fyrir spurninguna.

3.   Í júlí 1881 var vígt hús eitt í Reykjavík. Smíðin hafði tekið eitt ár, ekki var það nú meira. Hvaða hús var þetta?

4.   Hvað var raunverulegt eftirnafn rússneska byltingarleiðtogans Leníns?

5.   Hvar er borgin Sevastopol? Hér dugir ekki nafn á ríki, heldur verður svarið að vera nákvæmara en það.

6.   Hver skóp einkaspæjarann Hercule Poirot?

7.   Gríska fornhetjan Herkúles þurfti að vinna tólf erfiðar þrautir í refsingarskyni fyrir glæp. Þrautirnar fólust flestar í að drepa hin og þessi skrímsli en ein þrautin gekk þó út á að hin mikla hetja þurfti að hreinsa svolítið. Hvað var það sem Herkúles hreinsaði?

8.   Camp Knox — hvað var það?

9.   En Fort Knox — hvað er geymt þar?

10.   Hver rakaði af sér allt hárið í febrúar 2007 þannig að það varð frétt um víða veröld?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir sú glaðlega hljómsveit sem hér sést að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sylvia Plath. Innsláttarvilla var í nafni skáldkonunnar fram eftir morgni, en rétt er nafnið svona.

2.   Georgía, Armenía og Aserbædjan.

3.   Alþingishúsið.

4.   Ulyanov.

5.   Á Krímskaga.

6.   Agatha Christie.

7.   Fjós, flór.

8.   Braggahverfi í Reykjavík. Sjálfsagt eru einhvers staðar til einhverjir aðrir Camp Knox en hér er þó aðeins gefið rétt fyrir braggahverfið.

9.   Gull.

10.   Britney Spears.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er sjálft þjóðarblómið, holtasóley.

Á neðri myndinni er gleðihljómsveitin The Who.

***

301. þrautin birtist í gær, hér er hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár