Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

302. spurningaþraut: Hvað þurfti hetjan Hercules að hreinsa?

302. spurningaþraut: Hvað þurfti hetjan Hercules að hreinsa?

Þrautin síðan í gær!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sú jurt er prýðir myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Bandarísk skáldkona er kunn fyrir ljóð sín en einnig skáldsöguna Bell Jar, eða Glerhjálm. Hún svipti sig lífi aðeins þrítug að aldri. Hvað hét hún?

2.   Í Kákasus-fjöllum eru þrjú lítil lönd milli Rússlands í norðri og Tyrklands og Írans í norðri. Hvað heita þau? Hér verðið þið að hafa tvö rétt til að fá stig fyrir spurninguna.

3.   Í júlí 1881 var vígt hús eitt í Reykjavík. Smíðin hafði tekið eitt ár, ekki var það nú meira. Hvaða hús var þetta?

4.   Hvað var raunverulegt eftirnafn rússneska byltingarleiðtogans Leníns?

5.   Hvar er borgin Sevastopol? Hér dugir ekki nafn á ríki, heldur verður svarið að vera nákvæmara en það.

6.   Hver skóp einkaspæjarann Hercule Poirot?

7.   Gríska fornhetjan Herkúles þurfti að vinna tólf erfiðar þrautir í refsingarskyni fyrir glæp. Þrautirnar fólust flestar í að drepa hin og þessi skrímsli en ein þrautin gekk þó út á að hin mikla hetja þurfti að hreinsa svolítið. Hvað var það sem Herkúles hreinsaði?

8.   Camp Knox — hvað var það?

9.   En Fort Knox — hvað er geymt þar?

10.   Hver rakaði af sér allt hárið í febrúar 2007 þannig að það varð frétt um víða veröld?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir sú glaðlega hljómsveit sem hér sést að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sylvia Plath. Innsláttarvilla var í nafni skáldkonunnar fram eftir morgni, en rétt er nafnið svona.

2.   Georgía, Armenía og Aserbædjan.

3.   Alþingishúsið.

4.   Ulyanov.

5.   Á Krímskaga.

6.   Agatha Christie.

7.   Fjós, flór.

8.   Braggahverfi í Reykjavík. Sjálfsagt eru einhvers staðar til einhverjir aðrir Camp Knox en hér er þó aðeins gefið rétt fyrir braggahverfið.

9.   Gull.

10.   Britney Spears.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er sjálft þjóðarblómið, holtasóley.

Á neðri myndinni er gleðihljómsveitin The Who.

***

301. þrautin birtist í gær, hér er hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár