Þessi saga er um unga stúlku á norðurhveli jarðar sem missir pabba sinn og atburðina í kjölfarið þess. Hún veikist á geði því hún getur ekki sýnt nein sorgarviðbrögð. Hún verður ástfangin eftir dauða föðurins og kynnist dópi í leiðinni. Þegar kærastinn fer frá henni sýnir hún heldur engin sorgarviðbrögð, geðveikin nær tökum á henni því hún hefur fengið áfall ofan í áfall, fyrst misst föðurinn, svo kærastann – sjúkdómur hennar er sennilega meðfæddur en brýst nú fram – og hver veit hvort það að hún stendur á þröskuldi fullorðinsáranna hefur sín áhrif, hún vill ekki fara með barnið inn í fullorðinsárin því fyrst þarf að næra og hugga barnið, bernskuna. En hefst nú sagan.
Aprílsólarkuldi Elísabetar Jökulsdóttur þeytist af stað, fingur hennar á lyklaborðinu eins og tíu viljugir hestar. Þannig hefur hún sjálf lýst því hvernig sagan spratt skyndilega fram. Eins og gígur hefði opnast. Henni héldu engin bönd …
Athugasemdir