Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Saga gerð úr tárum

Bók Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur Apríl­sól­arkuldi spratt fram á nokkr­um vik­um en hún hafði ver­ið bú­in að reyna að skrifa hana í tíu ár. Sag­an er um föð­ur­missi, ást, geð­veiki og hugg­un. Elísa­bet seg­ist vera bú­in að bera föð­ursorg­ina með sér í fjöru­tíu ár en með nýju bók­inni hafi hún hnýtt enda­hnút­inn. Henni hafi ver­ið gef­in þessi sorg til að skrifa um hana. Sorg­in sé gjöf.

Saga gerð úr tárum
Elísabet segir að hugmyndir streymi upp eins og loftbólur og eigi það til að flögra burt eins og fuglar eða fiðrildi. Hún reyni því að skrifa þær niður um leið og þær birtast. Þess vegna á hún 80 glósubækur og hún kaupir alltaf þá flottustu í búðinni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þessi saga er um unga stúlku á norðurhveli jarðar sem missir pabba sinn og atburðina í kjölfarið þess. Hún veikist á geði því hún getur ekki sýnt nein sorgarviðbrögð. Hún verður ástfangin eftir dauða föðurins og kynnist dópi í leiðinni. Þegar kærastinn fer frá henni sýnir hún heldur engin sorgarviðbrögð, geðveikin nær tökum á henni því hún hefur fengið áfall ofan í áfall, fyrst misst föðurinn, svo kærastann – sjúkdómur hennar er sennilega meðfæddur en brýst nú fram – og hver veit hvort það að hún stendur á þröskuldi fullorðinsáranna hefur sín áhrif, hún vill ekki fara með barnið inn í fullorðinsárin því fyrst þarf að næra og hugga barnið, bernskuna. En hefst nú sagan.

Aprílsólarkuldi Elísabetar Jökulsdóttur þeytist af stað, fingur hennar á lyklaborðinu eins og tíu viljugir hestar. Þannig hefur hún sjálf lýst því hvernig sagan spratt skyndilega fram. Eins og gígur hefði opnast. Henni héldu engin bönd …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2020

Nútímaafinn hlustar á Fræbbblana og Q4U
MenningJólabókaflóðið 2020

Nú­tíma­af­inn hlust­ar á Fræbbbl­ana og Q4U

Gerð­ur Krist­ný seg­ir að það sé gam­an að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur vegna þess að við sitj­um hér að bók­mennta­þjóð. Hún seg­ir að sér hætti til að yrkja mjög drama­tíska ljóða­bálka og að það sé mik­il hvíld í því að semja létt­ar, skemmti­leg­ar en raun­sæj­ar barna­bæk­ur eins og nýj­ustu bók­ina, Ið­unn og afi pönk. Gerð­ur seg­ir að líta eigi á lest­ur barna eins og hvert ann­að frí­stund­astarf.
Konan sem elskaði fossinn
MenningJólabókaflóðið 2020

Kon­an sem elsk­aði foss­inn

Sig­ríð­ur Tóm­as­dótt­ir frá Bratt­holti var mik­ið nátt­úru­barn og dýra­vin­ur en átti erfitt með mann­leg sam­skipti. Sig­ríð­ur er þekkt­ust fyr­ir bar­áttu sína gegn áform­um um að virkja Gull­foss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í foss­inn ef hann fengi ekki að vera í friði. Kon­an sem elsk­aði foss­inn er sögu­leg skáld­saga eft­ir Eyrúnu Inga­dótt­ur sem skrif­aði fyrst um Siggu frá Bratt­holti fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að vekja at­hygli á bar­áttu­kon­um fyrri tíma.
Skrifar á hverjum degi allan ársins hring
MenningJólabókaflóðið 2020

Skrif­ar á hverj­um degi all­an árs­ins hring

Nýj­asta bók Ragn­ars Jónas­son­ar, Vetr­ar­mein, ger­ist á Siglu­firði þar sem skelfi­leg­ur at­burð­ur á sér stað um páska­helgi. Bók­in er kom­in í hill­ur versl­ana í Bretlandi, Banda­ríkj­un­um og Frakklandi en bæk­ur Ragn­ars hafa selst í um tveim­ur millj­ón­um ein­taka og eru á list­um yf­ir bestu glæpa­sög­ur árs­ins 2020 að mati fjöl­miðla í nokkr­um lönd­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár