Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Léttir að koma heim til Íslands

Þeg­ar Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son hafði unn­ið sleitu­laust ár­um sam­an sá hann að svona gætu hlut­irn­ir ekki geng­ið. Hann sakn­aði sam­veru með börn­um og konu og hafði ekki tíma fyr­ir skrift­irn­ar. Hann hægði því á tím­an­um og hef­ur lif­að eft­ir því síð­an. Hann seg­ist lík­lega hætt­ur í við­skipt­um og tel­ur senni­legt að nú sé kom­inn sá tími að hann muni ein­göngu rækta ritstörf­in.

Léttir að koma heim til Íslands
Tími þess að helga sig ritstörfunum eingöngu upprunninn Ritstörfin eru það sem veitir Ólafi Jóhanni lífsfyllingu og ánægju og hann hefur þörf fyrir að skrifa. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur flúði heimili sitt í New York í Bandaríkjunum í mars síðastliðnum og kom til Íslands ásamt fjölskyldu sinni til að forðast stjórnlausan kórónaveirufaraldurinn vestra. Hann segir það hafa verið mikinn létti að koma heim til Íslands og hafa ekki þurft að horfa upp á síðustu mánuði stjórnartíðar Donalds Trump, sem hann segir að hafi einkennst af brjálsemi, úr návígi. Ólafur segir að stjórnarfar eins og það sem Bandaríkjamenn hafa búið við síðustu fjögur ár megi hvorki endurtaka sig né verða að veruleika í öðrum ríkjum. Til þess að tryggja að svo verði ekki er hann tilbúinn að leggja sjálfur hönd á plóg, með einum eða öðrum hætti.

Ólafur Jóhann er hættur í viðskiptum, alla vega að svo komnu máli, eftir að hafa stýrt alþjóðlegum stórfyrirtækjum síðustu 35 árin og ber meðal annars ábyrgð á þróun Play Station-tölvunnar. Hann segir Íslendinga að mörgu leyti búa við öfundsverð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár