Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tartalettuhátíð í nánd

Lík­leg­ast hefði fæst­um dott­ið í hug að Georg Arn­ar Hall­dórs­son yrði kokk­ur enda var hann með af­brigð­um mat­vand­ur fram eft­ir aldri, líkt og hann grein­ir sjálf­ur frá. En nú er öld­in önn­ur og Georg hef­ur þró­að bragð­lauk­ana til muna síð­an hann út­skrif­að­ist sem kokk­ur fyr­ir tæp­um ára­tug.

Tartalettuhátíð í nánd
Feðgar Georg Arnar Halldórsson ásamt syni sínum Hirti Georgssyni. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Lengi vel hafði ég ekki mikinn áhuga á mat og var í raun mjög matvandur. Ég er alinn upp við hefðbundinn íslenskan mat. Fiskur var oft á borðum og mamma tók slátur en mér fannst allt við sláturgerðina mjög ógeðfellt þegar ég var yngri. Eftir að ég byrjaði í faginu og lærði að borða og meta mat sé ég hins vegar betur hvað æskan hefur mikil áhrif á mann og margt þaðan hefur að hluta til veitt manni innblástur. Mér hefur lærst að kunna að meta betur hefðbundinn, íslenskan mat og ég reyni líka að nota íslenskt hráefni eins mikið og kostur er við eldamennskuna,“ segir Georg.

Í gagnfræðaskóla hóf hann störf á pitsustað heima í Mosfellsbæ og fór því snemma að vinna með hráefni og við matargerð án þess að ætla sér í fyrstu neitt með það. Hann ætlaði sér að verða listamaður en vann áfram á veitingastöðum með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár