Við erum stödd í Slippnum í Reykjavík. Bátur hefur verið tekinn upp. Kannski þurfti að botnhreinsa hann og mála. Kannski var skrúfan orðin slöpp. Tærð jafnvel. Kannski eitthvað annað, eitthvað smávægilegt. Kannski þetta allt og meira til. Hvernig sem ástand skipsins er verður þetta góð yfirferð þó óljóst sé hve langur tími fer í slippveruna. En á endanum verður báturinn vonandi sjósettur. Nýmálaður, ryðvarinn með skrúfu í lagi. Þetta er endurbygging.
Slippurinn er sviðsmyndin í verki Þorsteins J. Vilhjálmssonar, Ég skal vera ljósið, þar sem hann fer yfir starfið í Slippnum og atburði í lífi fólks sem hann tengist. Þó sérstaklega einn atburð sem varð í fjölskyldu hans í desember árið 1943. Þá varð slys sem setti fjölskylduna á hliðina, breytti öllu og öllum. Í byrjun bókarinnar svarar Slippstjórinn sjálfur nokkrum spurningum um verkið.
Hver er kveikjan að þessari frásögn í upphafi?
Það er ekki nema von að þú spyrjir …
Athugasemdir