Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vill vera ein á aðfangadagskvöld

Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir er trú­laus en hélt upp á jól­in í ára­tugi. Hún fór smátt og smátt að minnka að skreyta þar til hún hætti því al­veg og svo ákvað hún að verja jól­un­um ein er­lend­is og það gerði hún í mörg ár. Í ár vill hún vera ein heima á að­fanga­dags­kvöld.

Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, er ekki trúuð. „Ég er ekki fermd til dæmis,“ segir hún en hún ólst upp við að haldið væri upp á jólin og það gerði hún í áratugi eftir að hún eignaðist sjálf börn. „Ég hef ekkert á móti jólunum. Þegar ég hélt jól þá kveikti ég alltaf á útvarpinu klukkan sex og lét jólamessuna vera undir eldamennskunni þó ég væri ekki að hlusta á hana. Það var bara partur af stemningunni.“

 Nanna segist hafa svo farið að draga smátt og smátt úr jólahaldi. „Ég smáhætti að skreyta og hætti svo að vera með jólatré.“ Börn hennar og barnabörn voru alltaf hjá henni á aðfangadagskvöld. „Barnabörnin harðneituðu að fara annað en til ömmu um kvöldið og vildu hafa alltaf allt í sömu skorðum en ég vildi sjálf breyta til, mér leiðist að elda alltaf sama matinn, og mér fannst að fjölskyldur þeirra ættu að fara …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ein um jólin

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu