Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, er ekki trúuð. „Ég er ekki fermd til dæmis,“ segir hún en hún ólst upp við að haldið væri upp á jólin og það gerði hún í áratugi eftir að hún eignaðist sjálf börn. „Ég hef ekkert á móti jólunum. Þegar ég hélt jól þá kveikti ég alltaf á útvarpinu klukkan sex og lét jólamessuna vera undir eldamennskunni þó ég væri ekki að hlusta á hana. Það var bara partur af stemningunni.“
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.
Vill vera ein á aðfangadagskvöld
Nanna Rögnvaldardóttir er trúlaus en hélt upp á jólin í áratugi. Hún fór smátt og smátt að minnka að skreyta þar til hún hætti því alveg og svo ákvað hún að verja jólunum ein erlendis og það gerði hún í mörg ár. Í ár vill hún vera ein heima á aðfangadagskvöld.
Athugasemdir