Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þegar fjöllin gengu og fólkið dó í hrönnum

Fyr­ir 100 ár­um, þann 16. des­em­ber 1920, varð einn mann­skæð­asti jarð­skjálfti sög­unn­ar í Kína. Ein­mitt þá áttu sér stað ógur­leg­ar róst­ur í land­inu.

Þegar fjöllin gengu og fólkið dó í hrönnum

Það var laust fyrir klukkan 10 að kvöldi 16. desember 1920. Hátt uppi í fjallshlíð í Haiyuan-héraði í Kína var hellir, þar sem hafði lengi verið mannabyggð. Fjöllin á þessum slóðum umkringja djúpa dali og þau eru gljúp og sundursprungin og í sumum þorpum bjuggu fleiri íbúar í hellum en húsum. Sá tiltekni hellir sem hér er nefndur til sögu var hins vegar nokkuð frá öðrum mannabústöðum, enda vildu þeir 300 menn sem höfðu safnast inn í hann þetta kvöld fá að vera í friði.

Við hellismunnann var kornungur varðmaður sem gætti þess vandlega að engir væru að sniglast við hellinn sem ekki ættu þangað erindi, en það var reyndar lítil hætta á því. Það var kalt í lofti, hiti nálægt frostmarki og illyrmislegur vindur gnauðaði og blés þurrum leir og fokmold úr gróðurlítilli fjallshlíðinni. Það var orðið dimmt en rykið í vindinum jók á myrkrið.

Dyravörðurinn heyrði að inni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár