Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þegar fjöllin gengu og fólkið dó í hrönnum

Fyr­ir 100 ár­um, þann 16. des­em­ber 1920, varð einn mann­skæð­asti jarð­skjálfti sög­unn­ar í Kína. Ein­mitt þá áttu sér stað ógur­leg­ar róst­ur í land­inu.

Þegar fjöllin gengu og fólkið dó í hrönnum

Það var laust fyrir klukkan 10 að kvöldi 16. desember 1920. Hátt uppi í fjallshlíð í Haiyuan-héraði í Kína var hellir, þar sem hafði lengi verið mannabyggð. Fjöllin á þessum slóðum umkringja djúpa dali og þau eru gljúp og sundursprungin og í sumum þorpum bjuggu fleiri íbúar í hellum en húsum. Sá tiltekni hellir sem hér er nefndur til sögu var hins vegar nokkuð frá öðrum mannabústöðum, enda vildu þeir 300 menn sem höfðu safnast inn í hann þetta kvöld fá að vera í friði.

Við hellismunnann var kornungur varðmaður sem gætti þess vandlega að engir væru að sniglast við hellinn sem ekki ættu þangað erindi, en það var reyndar lítil hætta á því. Það var kalt í lofti, hiti nálægt frostmarki og illyrmislegur vindur gnauðaði og blés þurrum leir og fokmold úr gróðurlítilli fjallshlíðinni. Það var orðið dimmt en rykið í vindinum jók á myrkrið.

Dyravörðurinn heyrði að inni …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár