Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lætur ekki óttann aftra sér

Þeg­ar Guð­jón Reyk­dal Ósk­ars­son var 15 ára las hann á net­inu að lífs­lík­ur hans væru á enda vegna vöðva­sjúk­dóms­ins Duchenne. Í dag, 29 ára að aldri, vinn­ur hann að doktor­s­verk­efni í erfðafar­alds­fræði og bind­ur von­ir við að lækn­ing finn­ist við sjúk­dómn­um.

Lætur ekki óttann aftra sér
Guðjón Reykdal Óskarsson Guðjón er einn fárra Íslendinga sem eru með Duchenne sjúkdóminn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðjón Reykdal Óskarsson er starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar og vinnur að doktorsverkefni í erfðafaraldsfræði eftir að hafa lokið meistaranámi í lyfjafræði. Undanfarið hefur hann birt fræðigreinar um rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna og heldur auk þess í frítíma sínum úti hlaðvarpsþáttunum Calling Munro þar sem hann og vinir hans spjalla á léttu nótunum um dægurmál, heimspeki og vísindi.

Hann glímir hins vegar við ólæknandi vöðvasjúkdóm sem veldur því að hann notar hjólastól og þarfnast aðstoðar allan sólarhringinn. „Ég hef oft talað upphátt við sjálfan mig þegar ég er að gefast upp,“ segir Guðjón. „Því maður verður oft hræddur og það er erfitt að einbeita sér ef maður er hræddur. Þá er oft gott að segja þetta: „Ég ætla ekki að láta hræðsluna við dauðann koma í veg fyrir að ég nái því sem ég ætla mér.“ Ég finn að það gefur mér smá kraft að segja þetta upphátt.“

Guðjón greindist með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu