Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum

Jök­ull Gunn­ars­son, með­lim­ur í Covið­spyrn­unni, dreifði þar ráð­legg­ing­um um hvernig væri best að ræða við lækni til að fá vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu. Hann er and­víg­ur grímu­skyldu og seg­ist vilja „hjálpa“ öðr­um.

Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum
Gríma Jökull Gunnarsson, meðlimur Coviðspyrnunnar er á móti grímuskyldu vegna Covid-19 Mynd: Shutterstock

Jökull Gunnarsson, meðlimur í Facebook hópnum Coviðspyrnan, hóp sem stofnaður var til að „skipuleggja viðspyrnu gegn öfgafullum og skaðlegum aðgerðum yfirvalda gegn Covid,“ segir í samtali við Stundina að vottorðið sem hann útvegaði sér hjá lækni vera ósvikið.

Frá og með 18. nóvember urðu þeir sem hafa fengið Covid-19 og lokið einangrun undanskyldir grímuskyldu, svo fremi sem þeir geti sýnt fram á vottorð þess efnis. Á þetta við um hátt í fimm þúsund einstaklinga hér á landi, en Jökull er ekki einn af þeim, líkt og hann staðfestir í samtali við blaðamann.  Hann útvegaði sér engu að síður vottorð til þess að losna undan grímuskyldu og veitti öðrum meðlimum hópsins leiðbeiningar um hvernig þeir gætu gert slíkt hið sama. 

Hægt er að fá vottorð vegna heilsufarsástæðna sem koma í veg fyrir að einstaklingur geti notað grímu. Á síðu hópsins ber Jökull fyrir sig að grímur valdi honum kvíðaköstum, innilokunarkennd og öndunarerfiðleikum. Aðspurður hvort það sé rétt að hann glími við slíkan kvíða svarar hann almennt og segir að grímur geti valdið heilsufarstjóni eins og stressi, innilokunnarkennd,öndunarerfiðleikum, mígreni og öðru tjóni. „Þetta er staðfest af embætti lækna og kemur fram í rannsóknum,“ segir Jökull, sem síðar lét í ljós að hann upplifði köfnunartilfinningu vegna grímunotkunar.

Dapurlegt og siðlaust

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir dapurlegt að fólk sýni hvert öðru ekki þá virðingu að bera grímur þar sem það á við. Það væri „siðlaust“ og „vanvirðing við samborgarana“ að beita blekkingum til að verða sér úti um vottorð til að komast hjá grímuskyldu. 

Almannavarnir og landlæknisembættið hafa hamrað á því ítrekað og endurtekið frá því að Covid-19 faraldurinn hófst að eina leiðin til að vinna bug á faraldrinum sé að þjóðin sýni samstöðu, fólk gæti persónulegra sóttvarna og sýni hverju örðu tillit og nærgætni. Víðir segir hegðun sem þessa þvert á þau tilmæli. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi afstaða mjög sérstök og skrýtin. Að þótt fólk sé ekki sátt við sóttvarnarráðstafanir sé það að leggjast svo lágt að ljúga að heilbrigðisstarfsmönnum til að verða sér út um vottorð.“

„Allir geta fengið þetta“

„Ég hitti engan lækni, hringdi bara í heilsugæslu og bað um að tala við lækni út af vottorði. Sótti það samdægurs. Svo já, allir geta fengið þetta. Og þetta virkar. Búinn að fara á marga staði og prófa,“ skrifaði maðurinn í ummælum undir færslu sem hann setti inn í hópinn, mynd af læknisvottorði sem undanskilur hann grímuskyldu. 

„Allir geta fengið þetta. Og þetta virkar“

Fleiri meðlimir hópsins sögðust ætla að gera slíkt hið sama í kjölfarið og fengu ráðleggingar varðandi hvað væri best að segja við lækni til að fá vottorð. Einn sagðist vonast til þess að hitta á góðan lækni og Jökull benti á að útlenskir læknar væru skilningsríkari. Annar stakk upp á því að þeir myndu síðan ganga saman grímulausir inn í verslun til að „sýna hinum hvernig lífið var „fyrir“ Covid.“

Á þræðinum greindi Jökull jafnframt frá því hvert hann gat farið án þess að bera grímu gegn vottorði. Sumar verslanir hafa bannað fólki inngöngu án grímu, óháð vottorði. 

Mótfallinn grímuskyldu

Jökull segist vera andvígur grímuskyldu í núverandi mynd. „Grímuskyldan er byggð á skoðunum WHO (World Health Organization), sem réði sem dæmi CDC (Centers for Disease Control and Prevention) til að rannsaka skilvirkni grímunotkunar. CDC birti hinsvegar rannsókn þar sem fram kemur að jafnvel bestu grímur vernda ekki gegn Covid-19 eða öðrum flensum. Þar með eru þetta vísindi á móti skoðunum WHO, sem er einkarekin stofnun. Þetta er aðeins ein af tugum rannsókna sem sýna hið sama. Ef fólk vill nota grímur og halda ranglega að það sé að bjarga lífum er það í lagi en að nota það sem hræðsluáróður til að komi fólki í uppnám og valda varanlegum sálfræðilegum skaða á börnum okkar finnst mér það ekki í lagi.“

Rannsóknin sem Jökull vitnar í er grein í útgefnu riti CDC, dagsett 5. maí 2020 þar sem farið er yfir mælingar á virkni aðferða sem ekki eru lyfjafræðilegs eðlis á inflúensu faraldra. Þar kemur fram að samkvæmt þeirra rannsóknum hafa einnota skurðstofu grímur lítil áhrif á útbreiðslu inflúensu. Hins vegar virki fínagnagrímur best til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu, séu þær notaðar rétt og eftir leiðbeiningum.

Í skýrslu frá CDC, dagsett 20. nóvember 2020, segir að gögn úr faraldsfræðilegum rannsóknum styðji grímunotkun almennings til varnar útbreiðslu gegn Covid-19 faraldrinum. Grímunotkun geti þá hjálpað til að koma í veg fyrir útgöngubann, séu grímur notaðar samhliða handþvotti, loftræstingu og tilmælum um að almenningur haldi sig til hlés eða sem mest heima á meðan faraldrinum stendur.

Í umfjöllun Vísindavefsins um hvaða gagn grímur gera við Covid-19-smiti kemur fram að einfaldar grímur gegni þeim tilgangi að hremma dropa sem myndast við hóst og hnerra. Talið er að veiran berist einkum milli manna annað hvort beint með slíkum úðadropum eða óbeint um fleti sem fólk snertir. Grímur geti því dregið töluvert úr hættu á því að smitaður einstaklingur smiti aðra og virki sem vörn fyrir ósmitaða, þótt þær geti ekki varið fólk fyrir snertismiti.

Ósammála sóttvarnaraðgerðum 

Skýringarnar sem Jökull gefur á því að hafa dreift ráðleggingum um hvernig best sé að komast hjá grímunoktun innan hópsins eru að hann hafi viljað upplýsa meðlimi hópsins um réttindi sín. „Ég setti þetta á lokaðan hóp fyrir fólk sem var mögulega ekki meðvitað um réttindi sín og vildi hjálpa þeim þar sem mjög fáir kynna sér „lögin“ um sóttvarnir,“ segir hann þá.

Í fyrstu grein laga um sóttvarnir segir að ráðherra sé heimilt að mæla fyrir um hvers konar ráðstafanir sem komið geta að gagni til að berjast við útbreiðslu farsótta innan lands, til eða frá landinu og til að berjast við útbreiðslu smits frá smituðum einstaklingum.

Jökull er hins vegar á móti aðgerðum stjórnvalda er varða Covid-19. „Já, ég er á móti þeim. Það hafa verið settar fram betri aðferðir frá sérfræðingum til að komast til móts við smithættu en allar þær hugmyndir eru hunsaðar. Bæði Covid greiningarprófið og aðferðir stjórnvalda á heimsvísu eru undir lögsókn af meðal annars læknum og lögfræðingum þar sem aðgerðir stjórnvalda brjóta á réttindum fólksins og byggjast ekki á vísindalegum staðreyndum.“

Í nýlegri álitsgerð frá dr. Páli Hreinssyni, um valdheimildir stjórnvalda til opinberra sóttvarnaráðstafana, kemur fram að til þess að heilbrigðisráðherra geti sett reglugerðir um opinberar sóttvarnaráðstafanir þurfi ráðherra að hafa fengið tillögur frá sóttvarnalækni, sem lögum samkvæmt þurfa að byggja á læknisfræðilegu mati.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Ingrid Kuhlman
8
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
9
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár