Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Alvarlegasta atvik sem komið hefur upp í íslenskri heilbrigðisþjónustu

COVID-19 hóp­sýk­ing­in á Landa­koti hef­ur dreg­ið tólf manns til dauða. Alma Möller land­lækn­ir og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir segja ís­lenskt heil­brigðis­kerfi veik­burða og illa í stakk bú­ið til að tak­ast á við heims­far­ald­ur, mann­skap vanti og hús­næð­is­mál séu í ólestri. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra vill ekki tjá sig um mál­ið við Stund­ina og seg­ir það ekki á sínu borði.

Tólf eru látnir af völdum hópsmits COVID-19 kórónaveirunnar sem kom upp á Landakoti síðari hluta októbermánaðar. Um 200 manns, sjúklingar og starfsmenn á Landakoti, Reykjalundi og hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka auk fólks úti í samfélaginu, hafa smitast. Ófullnægjandi mönnun kom í veg fyrir að hægt væri að skipta Landakoti upp í sóttvarnarhólf og þá er húsnæði spítalans ekki fullnægjandi hvað varðar smitvarnir almennt, hvað þá í heimsfaraldri.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur neitað ítrekuðum beiðnum Stundarinnar um viðtal vegna hópsýkingarinnar á Landakoti, sem lagðar hafa verið fram síðustu daga. Í svari frá aðstoðarmanni ráðherra, Birgi Jakobssyni, fyrrverandi landlækni, sem barst Stundinni 12. nóvember, segir: „Ráðherra mun ekki tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum, enda málið ekki á hennar borði.“

„Ráðherra mun ekki tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum enda málið ekki á hennar borði“ 

Tjáir sig ekkiSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig um hópsýkinguna á Landakoti.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár