Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Trump smitaður: „Ég geng ekki með grímur eins og hann“

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti gerði lít­ið úr hætt­unni af COVID-19 far­sótt­inni og mælti með óhefð­bund­um lækn­ing­um. Hann hef­ur nú greinst með veiruna og er í áhættu­flokki vegna ald­urs. Ótt­ast er að hann hafi smit­að Joe Biden.

Trump smitaður: „Ég geng ekki með grímur eins og hann“
Donald Trump og Melania Trump Forsetahjónin hafa greinst með COVID-19. Mynd: Shutterstock

Donald Trump hefur ítrekað gert lítið úr COVID-19 farsóttinni opinberlega og virkni þess að ganga með grímu til að draga úr smiti milli fólks. Trump hefur nú tilkynnt að hann og eiginkona hans Melania Trump hafi greinst með veiruna.

Óttast er að Trump, sem hefur ítrekað gert lítið úr Joe Biden fyrir að nota grímur, hafi smitað Biden á kappræðunum aðfararnótt miðvikudags. 

Gerði lítið úr grímunotkun

Trump-hjónin fóru í próf eftir að í ljós kom að Hope Hicks, ráðgjafi forsetans, hefði greinst með veiruna. Hún ferðaðist undanfarið ásamt forsetanum og fjölda annarra háttsettra innan raða hans í flugvél embættisins, Air Force One. Mike Pence varaforseti hefur farið í próf, en hann reyndist ekki veikur.

Þegar smit greindust fyrst í Bandaríkjunum í upphafi árs sagði Trump að farsóttin yrði ekki ógn þar í landi. Hann neitaði lengi vel að láta ljósmynda sig með grímu og gerði lítið úr Joseph Biden, mótframbjóðanda sínum, fyrir að ganga með grímu. Í kappræðum milli þeirra á miðvikudag sagði hann að Dr. Anthony Fauci, sem leiðir baráttuna gegn farsóttinni í Bandaríkjunum, hefði upphaflega sagt grímur vera gagnslausar, en hafi síðar skipt um skoðun. Fauci hefur neitað þessu og sagst frá upphafi hafa grátbeðið fólk um að ganga með grímur.

Sagðist ekki ætla að vera með grímu í apríl

New York Times tók saman ýmis ummæli sem Trump hefur látið falla um grímunotkun á árinu. 3. apríl sagði hann að hverjum og einum væri í sjálfs vald sett að fylgja sóttvarnarleiðbeiningum um grímunotkun. „Þú þarft ekki að gera það,“ sagði hann. „Þeir stinga upp á því tímabundið, en þetta er ekki skylda. Ég held ekki að ég muni gera það.“

19. júlí var hann í viðtali hjá Fox News. „Ég er ekki sammála þeirri fullyrðingu að ef allir væru með grímur mundi þetta allt hverfa,“ sagði hann.

„Ég geng ekki með grímur eins og hann“

Í kappræðunum á miðvikudag sagði hann að grímur væru í lagi. „Þegar þarf, þá geng ég með grímur. Ég geng ekki með grímur eins og hann,“ sagði hann og vísaði til Biden. „Í hvert sinn sem þú sérð hann, þá er hann með grímu. Hann gæti verið 200 fetum í burtu og hann mætir með stærstu grímu sem ég hef nokkru sinni séð.“

Mælti með óhefðbundnum lækningum

Hvað varðar COVID-19 farsóttina sjálfa sagði Trump 22. janúar að hann hefði engar áhyggjur. „Þetta er ein manneskja sem kemur frá Kína og við höfum stjórn á þessu öllu. Þetta verður allt í lagi.“

14. febrúar gerði hann áfram lítið úr hættunni. „Það er kenning um að í apríl þegar hlýnar, sögulega séð hefur það dugað til að drepa veiruna,“ sagði hann.

„Áhættan gagnvart bandarískum almenningi er áfram mjög lítil,“ bætti hann við 26. febrúar. Degi síðar sagði hann farsóttina munu hverfa. „Einn daginn, eins og fyrir kraftaverk, mun hún hverfa.“

„Einn daginn, eins og kraftaverk, mun hún hverfa“

Blaðamaðurinn Bob Woodward hefur einnig uppljóstrað um það að í febrúar hafi Trump vitað um hversu hættuleg veiran er, en viljandi haldið því frá almenningi. Þrátt fyrir þá vitneskju stakk Trump reglulega upp á lækningum gegn sjúkdómnum, nefndi að fólk gæti sprautað sig með sótthreinsandi efni beint í æð eða tekið malaríulyfið hydroxychloroquine gegn veirunni. Fullyrðingum hans var hafnað af heilbrigðisstarfsfólki.

Yfir 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa nú látist vegna COVID-19. CNN segir Trump vera í sérstökum áhættuflokki vegna aldurs síns, en hann er 74 ára, og vegna þyngdar. Fólk á hans aldri er fimm sinnum líklegra til að vera lagt inn á sjúkrahús vegna veikindanna en 18 til 29 ára fólk og 90 sinnum líklegra til að láta lífið. Karlmenn eru einnig líklegri en konur til að veikjast alvarlega, en ekki er vitað hvort Trump glími við önnur heilsufarsleg vandamál sem gætu haft áhrif á framvindu sjúkdómsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár