Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mótmælandi dreginn fyrir dóm í dag fyrir að óhlýðnast lögreglunni

„Það hvarfl­aði ekki að mér að ég væri að brjóta lög,“ sagði Kári Orra­son fyr­ir dómi í dag, en hon­um er gert að sök að hafa óhlýðn­ast skip­un­um lög­reglu þeg­ar hann mót­mælti með­ferð á hæl­is­leit­end­um. Fimm að­gerð­arsinn­ar úr röð­um No Bor­ders voru hand­tekn­ir 5. apríl 2019 við mót­mæli í and­dyri dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins eft­ir ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að ná fundi með ráð­herra.

Mótmælandi dreginn fyrir dóm í dag fyrir að óhlýðnast lögreglunni
Kári Orrason mótmælandi Við dyr Héraðsdóms Reykjavíkur í dag á leið í aðalmeðferð máls gegn honum þar sem honum er gefið að sök að hafa óhlýðnast lögreglu. Mynd: Gabríel Benjamin

Mál mótmælanda úr samtökunum No Borders er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kári Orrason, 22 ára gamall baráttumaður fyrir réttindum flóttafólks, er ákærður fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl fyrir ári. Hann segist hafa verið að nýta rétt sinn til mótmæla og styðja fólk í viðkvæmri stöðu. 

Fyrir dómi rétt í þessu lýsti Kári atvikunum. „Lögreglan kemur inn, læsir hurðinni og stuttu síðar erum við handtekin.“ Hann sagðist ekki hafa gert sér í hugarlund að hann væri brotlegur. „Það hvarflaði ekki að mér að ég væri að brjóta lög.“

Kári, ásamt öðrum aðgerðarsinnum úr röðum No Borders, mætti 5. apríl 2019 í anddyri dómsmálaráðuneytisins til að krefjast fundar með þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, til að ræða bágar aðstæður fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mótmælin fóru fram eftir margra mánaða tilraunir mótmælendanna til að bóka fund með ráðherra og vekja athygli á málefninu. Meðal annars voru samtökin búin að skila inn erindi með Rauða Krossinum og afhenda ráðuneytinu undirskriftalista.

Fimm ákærðir fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu

Hópurinn neitaði að færa sig úr anddyrinu og því voru fimm handteknir og færðir í burtu í járnum. Ráðuneytið var opið á þessum tíma og hópurinn hindraði ekki aðgengi eða störf starfsfólksins. Hópurinn var fyrst ásakaður um húsbrot, en ári síðar birtist Kára og hinum mótmælendunum ákæra fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Stundin ræddi við einn þeirra sem var handtekinn sem segir lögregluna aðeins hafa tjáð sig á íslensku. Þegar lögreglan var beðin um að tala ensku svo allir viðstaddir gætu skilið það sem hún sagði á varðstjóri að hafa svarað að hér á landi væri bara töluð íslenska. Sami einstaklingur fullyrðir að á leiðinni á lögreglustöðina, með þremur mótmælendum í bifreiðinni, hafi lögreglumaður sagt að ef hann fengi skipun um að skjóta meðlimi hópsins í hausinn myndi hann gera það án umhugsunar.

„Ég var að reyna að breyta samfélaginu til hins betra“

Í opnu bréfi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem Kári birti hjá Fréttablaðinu 23. júlí síðastliðinn segist hann hafa verið að berjast fyrir bættum kjörum fólks í viðkvæmri stöðu. „Ég var að nýta rétt minn til mótmæla og stuðla að því að fólk í erfiðri og viðkvæmri stöðu gæti komið sínu fram“, skrifar hann. „Ég var að reyna að breyta samfélaginu til hins betra. Er það ekki borgaraleg skylda okkar allra?“

Tekist á um réttinn til mótmæla

Réttur til að koma saman og mótmæla er varinn í stjórnarskrá Íslands. Þannig segir í stjórnarskrá að menn hafi rétt á að koma saman vopnlausir. Samkvæmt dómafordæmum, stjórnarskrá og anda laganna er ekki heimilt að stöðva mótmæli nema þau teljist ganga of langt.

Skylda almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu nær aðeins til þess ef óhlýðni myndi stefna almannahagsmunum í hættu eða leiða til lögbrots. Lögreglumenn hafa, samkvæmt lögreglulögum, heimild til að „beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna“. Sú heimild er þó takmörkuð í sömu lögum: „Aldrei mega þeir þó ganga lengra í beitingu valds en þörf er á hverju sinni.“

Í lögreglulögum kemur fram að lögreglunni er „heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau“. Hins vegar er lögreglunni, eins og öðru opinberu stjórnvaldi, gert að gæta meðalhófs.

Þá er lögreglumönnum óheimilt að beita harðræði. „Ekki mega þeir beita sakaðan mann harðræði fram yfir það sem lög heimila og nauðsynlegt er til þess að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum né á annan hátt beita hann ólögmætri þvingun í orði eða verki, svo sem með hótunum.“

Aðalmeðferð málsins fer fram fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg frá klukkan 13.15 í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
1
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.
„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
4
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Menja von Schmalensee
5
Aðsent

Menja von Schmalensee

Hvar eru um­hverf­is­mál­in í að­drag­anda kosn­inga?

„Síð­ustu ald­ir, en þó sér­stak­lega frá iðn­væð­ingu, hef­ur mann­kyn­ið geng­ið æ hrað­ar og með vax­andi offorsi fram gegn nátt­úr­unni með skelfi­leg­um af­leið­ing­um og er nauð­syn­legt að breyta um stefnu,“ skrif­ar Menja von Schma­len­see líf­fræð­ing­ur, sviðs­stjóri á Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands og formað­ur Fugla­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár