Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sinnum 227

Sam­kvæmt ný­ustu töl­um frá UN­HCR, Flóta­manna­hjálp SÞ, eru hvorki meira né minna en 79.562.356 flótta­menn í heim­in­um. Það er 227 sinn­um öll ís­lenska þjóð­in.

Sinnum 227
Þessi unga stúlka býr í Kutupalong stærstu flóttamannabúðum heims, rétt við landamæri Búrma, syðst í Bangladess. Aðstæðurnar þar eru ekki mönnum bjóðandi. Og nú er verið að flytja hluta flóttafólksins yfir í hólma í Bengalflóa, þar sem aðstæðurnar eru engu skárri. Mynd: Páll Stefánsson

Af öllum þessum fjölda eru 26 milljónir sem hafa flúið heimalandið, þar af sjö milljónir Sýrlendinga og fjórar milljónir Venúzúelar. Áttaíu og fimm prósent flóttamannanna dvelja í því sem við köllum þróunarlönd, en flestir eru í Tyrklandi, tæpar 4 milljónir. Kólumbía, Úganda og Pakistan fylgja fast á eftir með á aðra milljón flóttamanna. Þýskaland er í fimmta sæti með rúmlega milljón. 

Aðalgatan í Moria-búðunum á LesbosMikið líf, og enn meiri óvissa hvað tekur við.

Þetta eru bara tölur en að baki þeim er fólk. Fólk eins og ég og þú. Það sá ég með eigin augum þegar ég heimsótti Moria, stærstu flóttamannabúðir í Evrópu, á grísku eyjunni Lesbos, fyrst haustið 2015. Og þær fjölmennustu í heimi ári síðar í Cox´s Bazar, Bangladess, þar sem 800 þúsund Róhingar höfðu fundið smá skjól eftir að hafa flúið ofsóknir og fjöldamorð í Búrma. En hörmungunum er ekki lokið. 

Nú …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár