Á eftir vatni er steypa það efni sem mannskepnan notar mest, kolefnisfótspor steypunnar er risastórt, 2,8 milljarðar tonna á ári, eða 8% losunar á CO2 á heimsvísu. Steypan, byggingariðnaðurinn, er í þriðja sæti sem umhverfisskaðvaldur á eftir olíuiðnaðinum og landbúnaði.
Kínverjar eru stórtækir, bara á síðustu þremur árum hafa þeir notað jafn mikla steypu og Bandaríkjamenn gerðu alla síðustu öld, frá 1900 til 2000. Það er brjálað.
Umhverfisáhrifin af þessari gríðarmiklu sementsnotkun er óafturkræf. Nú er orðin vöntun á góðum sandi í Kína og í nágrannalöndunum, eins og í Víetnam og Kambódíu. Lífríki Mekong-fljóts er nærri dautt, eftir að fljótið hefur verið dýpkað um marga metra, mörg hundruð kílómetra inn í land. Allt fyrir sand, sem seldur er áfram til Kína, til að byggja hús og vegi.
Og það er ekki bara þarna austur frá sem er hörgull á sandi, fimmtíu milljarðar tonna …
Athugasemdir