Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Algjör steypa

Verk­fræði er það fyrsta sem manni dett­ur í hug þeg­ar mað­ur lend­ir á hinum risa­stóra flug­velli í Dúbaí. Arki­tekt­úr og hönn­un þeg­ar mað­ur horf­ir upp alla 828 metr­ana á Burj Khalifa, hæstu bygg­ingu heims í sömu borg. Borg­ríki, sem er um­vaf­ið sandi, eyði­mörk. Það síð­asta sem manni dett­ur í hug er stein­steypa, enda er hún ekk­ert sexí, bara eitt­hvað sem er.

Algjör steypa
Hluti af Berlínarmúrnum, sem byggður var 1961.

Á eftir vatni er steypa það efni sem mannskepnan notar mest, kolefnisfótspor steypunnar er risastórt, 2,8 milljarðar tonna á ári, eða 8% losunar á CO2 á heimsvísu. Steypan, byggingariðnaðurinn, er í þriðja sæti sem umhverfisskaðvaldur á eftir olíuiðnaðinum og landbúnaði. 

Kínverjar eru stórtækir, bara á síðustu þremur árum hafa þeir notað jafn mikla steypu og Bandaríkjamenn gerðu alla síðustu öld, frá 1900 til 2000. Það er brjálað. 

Burj Khalifa í Dúbaí, hæsta bygging veraldar.

Umhverfisáhrifin af þessari gríðarmiklu sementsnotkun er óafturkræf. Nú er orðin vöntun á góðum sandi í Kína og í nágrannalöndunum, eins og í Víetnam og Kambódíu. Lífríki Mekong-fljóts er nærri dautt, eftir að fljótið hefur verið dýpkað um marga metra, mörg hundruð kílómetra inn í land. Allt fyrir sand, sem seldur er áfram til Kína, til að byggja hús og vegi. 

Og það er ekki bara þarna austur frá sem er hörgull á sandi, fimmtíu milljarðar tonna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár