Um aldamótin 2000 byrjaði bandaríska varnarmálaráðuneytið að taka saman árlega skýrslu um stöðu og framtíð kínverska hersins. Það var við upphaf kínverska efnahagsundursins og þótti yfirmönnum Bandaríkjahers ljóst að í framtíðinni yrðu það helst Kínverjar sem gætu ógnað hinum miklu hernaðarlegu heimsyfirburðum sem Bandaríkin öðluðust eftir fall Sovétríkjanna áratug áður.
George W. Bush, þáverandi forseti, skipaði hershöfðingjum sínum að horfa til Asíu og draga úr umsvifum í Evrópu á móti, var stefnan nefnd „pivot to Asia“. Í fyrstu árlegu skýrslunni um Kínaher, sem Bush fékk á skrifborðið sitt í Hvíta húsinu stuttu eftir embættistöku, gætti þó óneitanlega enn bjartsýni um framhaldið.
Skýrsluhöfundar sögðu meðal annars að kínverski herinn væri fjölmennur en búinn úreltum tækjakosti sem gerði það að verkum að hann einblíndi fyrst og fremst á að verja eigin landamæri. Kínverskar eldflaugar væru skammdrægar og ónákvæmar. Notkun þeirra á upplýsingatækni væri frumstæð og kínverskir vopnaframleiðendur væru engan …
Athugasemdir