Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óhefðbundin fjölskylda leggur undir sig götu

Sama fjöl­skyld­an ým­ist býr, bygg­ir eða hef­ur keypt hús við Star­haga í Reykja­vík. Í miðj­unni bygg­ir ungt par yf­ir sig og ný­fædda dótt­ur sína en hvort sín­um meg­in við búa af­ar barns­ins ann­ars veg­ar og hins veg­ar amm­an sem fest hef­ur kaup á húsi þar.

Við Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur, niðri við Ægisíðu, hafa staðið yfir byggingaframkvæmdir á tveimur lóðum frá því í vor. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, byggingaframkvæmdir eru daglegt brauð vítt og breitt um borgina. Það sem er hins vegar athyglisvert við framkvæmdirnar er sú staðreynd að þegar flutt verður inn í húsin tvö mun sama fjölskyldan búa í þremur húsum, hlið við hlið í götunni. Í miðjunni er ungt par með litla dóttur að byggja við hliðina á öfum litla barnsins, sem þegar búa við Starhaga, og hinum megin hefur amman fest kaup á húsi sem þangað var flutt. Móðirin segir brosandi óttast að stelpan litla verði alin upp á frostpinnum.

Fjölskyldan sem er svo samhent samanstendur af parinu Álfrúnu Perlu Baldursdóttur og Árna Frey Magnússyni og dóttur þeirra, sem er svo nýkomin í heiminn að hún hefur ekki enn fengið nafn. Þau standa nú í húsbyggingu …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár