Við Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur, niðri við Ægisíðu, hafa staðið yfir byggingaframkvæmdir á tveimur lóðum frá því í vor. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, byggingaframkvæmdir eru daglegt brauð vítt og breitt um borgina. Það sem er hins vegar athyglisvert við framkvæmdirnar er sú staðreynd að þegar flutt verður inn í húsin tvö mun sama fjölskyldan búa í þremur húsum, hlið við hlið í götunni. Í miðjunni er ungt par með litla dóttur að byggja við hliðina á öfum litla barnsins, sem þegar búa við Starhaga, og hinum megin hefur amman fest kaup á húsi sem þangað var flutt. Móðirin segir brosandi óttast að stelpan litla verði alin upp á frostpinnum.
Fjölskyldan sem er svo samhent samanstendur af parinu Álfrúnu Perlu Baldursdóttur og Árna Frey Magnússyni og dóttur þeirra, sem er svo nýkomin í heiminn að hún hefur ekki enn fengið nafn. Þau standa nú í húsbyggingu …
Athugasemdir