Jónas Ingimundarson er án nokkurs vafa einn af helstu tónlistarmönnum Íslendinga en í áratugi starfaði hann sem píanóleikari, kennari og kórstjóri. Hann er nú sestur í helgan stein og á fallegu heimili hans og eiginkonu hans, Ágústu Hauksdóttur tónlistarkennara, stendur svartur og gljáandi flygill. Tugir geisladiska og nótnabóka standa í röðum í hillum.
„Hér snýst allt um tónlist. Fyrir okkur Ágústu er lífið tónlist. Tónlistin tekur við þegar maður hættir að geta tjáð sig í orðum. Það er eitt af því fallega við hana. Boðskapurinn er það sem skiptir máli; fegurðin og þau element sem hrífa. Þetta lætur mig ekki í friði.“
Það er svo sárt – og þess vegna er ég í músík – hve margir þeir eru sem virðast neita sér um að …
Athugasemdir