Ung kona sem hefur glímt við langvinnan sjúkdóm allt frá barnæsku lýsir kvíðanum sem fylgdi læknisskoðunum, sem voru fastur liður í lífi hennar allt frá unga aldri. Hún segir að í þessum skoðunum hafi læknirinn gengið svo gróflega yfir mörkin hennar að hún upplifi það sem kynferðisbrot. Jafnvel þótt foreldrar hennar og hjúkrunarfræðingur hafi nánast ávallt verið viðstödd hafi læknirinn lyft upp bol hennar og gægst ofan í buxurnar, jafnvel snert hana á ótilhlýðilegan hátt.
Læknirinn sem um ræðir hafnar því alfarið og segir: „Mér þykir ákaflega leiðinlegt að verða fyrir svona ásökunum. Auðvitað er það það.“ Þar sem hann var einn af fáum sérfræðingum á sínu sviði og hefur ekki verið fundinn sekur þá er hvorki greint frá nafni hans hér né sérgrein. Rétt er þó að taka fram að maðurinn starfaði ekki á kvennadeild eða sviði sem varðar kynferðismál beint, en fékkst við sjúkdóma þar sem mikilvægt var …
Athugasemdir