Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þrjár konur tilkynntu sama lækni til landlæknis

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um var í tvígang kærð­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Mál­in voru felld nið­ur, lækn­ir­inn lýsti sak­leysi og hélt áfram að sinna börn­um. Spít­al­inn seg­ist ekki vera að­ili að slík­um mál­um. Kon­urn­ar til­kynntu lækn­inn til land­lækn­is ásamt þriðju kon­unni en fleiri lýsa sömu reynslu. Eft­ir stend­ur spurn­ing um hversu langt lækn­ar megi ganga og hvort það þyki ásætt­an­legt að sjúk­ling­ar séu í sár­um á eft­ir. „Mig lang­ar að vita hvort það mátti koma svona fram við mig,“ seg­ir ein.

Þrjár konur tilkynntu sama lækni til landlæknis

Ung kona sem hefur glímt við langvinnan sjúkdóm allt frá barnæsku lýsir kvíðanum sem fylgdi læknisskoðunum, sem voru fastur liður í lífi hennar allt frá unga aldri. Hún segir að í þessum skoðunum hafi læknirinn gengið svo gróflega yfir mörkin hennar að hún upplifi það sem kynferðisbrot. Jafnvel þótt foreldrar hennar og hjúkrunarfræðingur hafi nánast ávallt verið viðstödd hafi læknirinn lyft upp bol hennar og gægst ofan í buxurnar, jafnvel snert hana á ótilhlýðilegan hátt.

Læknirinn sem um ræðir hafnar því alfarið og segir: „Mér þykir ákaflega leiðinlegt að verða fyrir svona ásökunum. Auðvitað er það það.“ Þar sem hann var einn af fáum sérfræðingum á sínu sviði og hefur ekki verið fundinn sekur þá er hvorki greint frá nafni hans hér né sérgrein. Rétt er þó að taka fram að maðurinn starfaði ekki á kvennadeild eða sviði sem varðar kynferðismál beint, en fékkst við sjúkdóma þar sem mikilvægt var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár