Í viðtali við blaðamann Stundarinnar lýsir hin tuttugu og eins árs gamla listakona, Lilja Cardew, óhefðbundnu og bóhemísku uppeldi, hefð sem má rekja til listrænna og fjölþjóðlegra ætta hennar. „Pabbi er hálfur Breti í föðurætt og grísk-ítalskur í móðurætt. Mamma mín er íslensk tónlistarkona. Foreldrar mínir ólu mig upp í kringum tónlist, það var alltaf tónlist á heimilinu. Þegar ég var átta ára grátbað ég um að fá að spila á píanó og verða píanisti.“
Sextán ára gömul flutti hún svo ein til Parísar til þess að elta þann draum. Þar hlaut hún menntun sem píanisti við Konservatoríið undir handleiðslu kennara sem eru meðal hinna virtustu í Frakklandi. Hún segir þá braut hafa einkennst af streitu, kvíða og linnulausu samviskubiti. Hún sagði því nýlega skilið við bernskudrauminn um að verða klassískur hlóðfæraleikari og ákvað þess í stað að elta hamingju og innri frið í gegnum myndlist. Í september liggur leið …
Athugasemdir