Það gleymist oft að femínismi miðar að því að brjóta upp margvísleg valdatengsl og mismunun og leitast við að skapa samfélag sem er vænlegra fyrir okkur öll, sama hvað líður kyni eða öðru sem aðgreinir okkur. Þetta segir Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Viðmælendur mínir, nokkrir femínistar úr íslensku samfélagi, telja karla vel geta verið femínistar en áskorun karlkyns femínista, og femínista almennt, sé að hlusta á reynsluheim annarra, taka mark á honum og samþætta femíníska baráttu öðrum réttindabaráttum.
Sá sem sker, velur ekki
Fá, ef nokkur, segjast ekki styðja jafnrétti og jafnan rétt fólks. Fólki greinir hins vegar á um merkingu þess að styðja þann jafna rétt. Sum segjast ekkert hafa á móti femínisma en skilgreina sig jafnréttissinna en önnur skilgreina sig skilmerkilega sem femínista. Í athugasemdakerfi Stundarinnar er ekki óalgengt að karlar fussi yfir femínískum skrifum og skilgreini sig ekki sem femínista. Oftast virðast þeir …
Athugasemdir