Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

126. spurningaþraut: Sekt getur þýtt ýmislegt, það er ljóst

126. spurningaþraut: Sekt getur þýtt ýmislegt, það er ljóst

Hér er 126. þrautin, er í gær birtist.

Fyrri aukaspurning:

Við hvaða tækifæri er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét sá yngri bróðir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem lést um miðjan þennan mánuð?

2.   Hvaða heitir lengsti innfjörðurinn úr Húnaflóa?

3.   Hver hefur lengst allra verið forstjóri álversins í Straumsvík?

4.   Og meðal annarra orða, hvað kallast málmgrýtið eða setlögin sem ál er nær eingöngu unnið úr? (Efnafræðingur hefur bent mér á að „málmgrýti“ sé vart rétt orð frá fræðilegum sjónarhól, en ég hygg þó að flestir kannist helst við efnið sem málmgrýti, svo ég leyfi því að halda sér.)

5.   Hvað heitir söngvari hljómsveitarinnar Geirfuglanna, maður sem einnig er vinsæll leikari við Borgarleikhúsið?

6.   Hvað heitir höfuðborg Kína?

7.   Hvaða heitir langstærsta stöðuvatn heims? Sumir vilja reyndar ekki kalla það stöðuvatn, heldur innhaf, enda er það salt sem sjórinn.

8.   Hver var forsætisráðherra Íslands þegar sótt var um aðild að Evrópusambandinu?

9.   Hvers konar vín er kallað „sekt“?

10.   Sé ófært yfir Hellisheiði, hvaða veg er þá nærtækt að reyna að keyra í staðinn?

***

Og seinni aukaspurningin:

Þessi kona var einu sinni talin ægilega hættuleg, þótt allt muni víst hafa verið orðum aukið. En hún þurfti þó að gjalda fyrir orðróminn.

***

Þá koma hér svörin:

1.   Robert Trump.

2.   Hrútafjörður.

3.   Rannveig Rist.

4.   Báxít.

5.   Halldór Gylfason.

6.   Bejíng. Mjög rosknu fólki er og heimilt að segja Peking.

7.   Kaspíhaf.

8.   Jóhanna Sigurðardóttir.

9.   Freyðandi hvítvín frá Þýskalandi.

10.  Þrengslin.

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Þarna má sjá Charles de Gaulle leiðtoga Frakka leiða göngu eftir Champs Élysées frá Sigurboganum til dómkirkjunnar Notre Dame í París til að fagna við messu frelsun Parísar undan Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöld.

Gangan fór fram 25. ágúst 1944.

Nóg er að nefna orðin „frelsun“ og „París“ til að fá rétt!

Hér má sjá aðeins stærri mynd:

***

Svar við seinni aukaspurningu:

Þetta er Mata Hari.

***

Hér er svo loks aftur linkur á þrautina frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu