Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

126. spurningaþraut: Sekt getur þýtt ýmislegt, það er ljóst

126. spurningaþraut: Sekt getur þýtt ýmislegt, það er ljóst

Hér er 126. þrautin, er í gær birtist.

Fyrri aukaspurning:

Við hvaða tækifæri er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét sá yngri bróðir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem lést um miðjan þennan mánuð?

2.   Hvaða heitir lengsti innfjörðurinn úr Húnaflóa?

3.   Hver hefur lengst allra verið forstjóri álversins í Straumsvík?

4.   Og meðal annarra orða, hvað kallast málmgrýtið eða setlögin sem ál er nær eingöngu unnið úr? (Efnafræðingur hefur bent mér á að „málmgrýti“ sé vart rétt orð frá fræðilegum sjónarhól, en ég hygg þó að flestir kannist helst við efnið sem málmgrýti, svo ég leyfi því að halda sér.)

5.   Hvað heitir söngvari hljómsveitarinnar Geirfuglanna, maður sem einnig er vinsæll leikari við Borgarleikhúsið?

6.   Hvað heitir höfuðborg Kína?

7.   Hvaða heitir langstærsta stöðuvatn heims? Sumir vilja reyndar ekki kalla það stöðuvatn, heldur innhaf, enda er það salt sem sjórinn.

8.   Hver var forsætisráðherra Íslands þegar sótt var um aðild að Evrópusambandinu?

9.   Hvers konar vín er kallað „sekt“?

10.   Sé ófært yfir Hellisheiði, hvaða veg er þá nærtækt að reyna að keyra í staðinn?

***

Og seinni aukaspurningin:

Þessi kona var einu sinni talin ægilega hættuleg, þótt allt muni víst hafa verið orðum aukið. En hún þurfti þó að gjalda fyrir orðróminn.

***

Þá koma hér svörin:

1.   Robert Trump.

2.   Hrútafjörður.

3.   Rannveig Rist.

4.   Báxít.

5.   Halldór Gylfason.

6.   Bejíng. Mjög rosknu fólki er og heimilt að segja Peking.

7.   Kaspíhaf.

8.   Jóhanna Sigurðardóttir.

9.   Freyðandi hvítvín frá Þýskalandi.

10.  Þrengslin.

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Þarna má sjá Charles de Gaulle leiðtoga Frakka leiða göngu eftir Champs Élysées frá Sigurboganum til dómkirkjunnar Notre Dame í París til að fagna við messu frelsun Parísar undan Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöld.

Gangan fór fram 25. ágúst 1944.

Nóg er að nefna orðin „frelsun“ og „París“ til að fá rétt!

Hér má sjá aðeins stærri mynd:

***

Svar við seinni aukaspurningu:

Þetta er Mata Hari.

***

Hér er svo loks aftur linkur á þrautina frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár