Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

125. spurningaþraut: Hvað heitir rómverska virkið Vindobona nú á dögum?

125. spurningaþraut: Hvað heitir rómverska virkið Vindobona nú á dögum?

Hér er þraut gærdagsins.

Aukaspurningarnar eru að venju tvær, og hér er sú fyrri:

Hver er þarna að klappa ketti?

***

En aðalspurningarnar, tíu af öllu tagi, eru þessar:

1.   Vindobona kölluðu Rómverjar virki eitt sem þeir reistu fyrir 2.000 árum til að verjast óvinum sínum. Þar andaðist Markús Árelíus keisari Rómar í einni herferð sinni gegn barbörum svonefndum. Síðan reis borg í kringum virkið og þar býr nú 1,8 milljón manns. Hvað heitir Vindobona á vorum dögum?

2.   Hver hefur oftast allra orðið heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri?

3.   Hver hefur lengst allra verið forsætisráðherra á Íslandi?

4.   Hvað heitir forstjóri Landspítalans?

5.   Kona nokkur vann í byrjun árs Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni Marriage Story. Hver var kona sú?

6.   Vivienne Westwood heitir önnur kona. Hvað hefur hún helst fengist við í lífinu?

7.   Í hvaða fjöllum er hæsti tindur Jarðar utan Asíu?

8.   Miðað við að Svíar þykja yfirleitt jafnréttissinnaðir má telja með nokkrum ólíkindum að kona hefur aldrei orðið forsætisráðherra þar í landi. Árið 2003 var hins vegar myrt í fataverslun kona ein, sem gegndi þá embætti utanríkisráðherra, og telja má næsta víst að hefði orðið forsætisráðherra á endanum - svo vinsæl og vel metin var hún. Hvað hét hún?

9.   Hvað heitir besta vinkona Mikka músar?

10.   Fyrir hvað er Pitcairn-eyja í Kyrrahafi fræg?

***

Og þá kemur seinni aukaspurningin:

Hver er þetta?

Svörin, þá:

1.   Vínarborg.

2.   Michael Schumacher.

3.   Davíð Oddsson.

4.   Páll Matthíasson.

5.   Laura Dern.

6.   Hún er fatahönnuður.

7.   Andesfjöllum.

8.   Anna Lindh.

9.   Minní mús.

10.   Þangað flúðu uppreisnarmenn af skipinu Bounty.

***

Og svörin við aukaspurningum eru þessi:

Á myndinni að ofan má sjá Winston Churchill þáverandi forsætisráðherra Breta klappa kettinum Blackie, skipsketti orrustuskipsins Prince of Wales, í ágúst 1941.

Raunar segir sagan að Churchill sé ekki síst að reyna að koma í veg fyrir að Blackie fylgdi honum um borð í léttabát sem átti að flytja forsætisráðherrann yfir í bandarískt beitiskip, þar sem Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti beið eftir Churchill.

Sjá betur hér:

Á neðri myndinni má hins vegar Mahatma Gandhi ungan að árum.

Sú ágæta sjálfstæðishetja Indverja var ekki ævinlega í hvítum hefðbundnum kufli.

Og hér er linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár