Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

125. spurningaþraut: Hvað heitir rómverska virkið Vindobona nú á dögum?

125. spurningaþraut: Hvað heitir rómverska virkið Vindobona nú á dögum?

Hér er þraut gærdagsins.

Aukaspurningarnar eru að venju tvær, og hér er sú fyrri:

Hver er þarna að klappa ketti?

***

En aðalspurningarnar, tíu af öllu tagi, eru þessar:

1.   Vindobona kölluðu Rómverjar virki eitt sem þeir reistu fyrir 2.000 árum til að verjast óvinum sínum. Þar andaðist Markús Árelíus keisari Rómar í einni herferð sinni gegn barbörum svonefndum. Síðan reis borg í kringum virkið og þar býr nú 1,8 milljón manns. Hvað heitir Vindobona á vorum dögum?

2.   Hver hefur oftast allra orðið heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri?

3.   Hver hefur lengst allra verið forsætisráðherra á Íslandi?

4.   Hvað heitir forstjóri Landspítalans?

5.   Kona nokkur vann í byrjun árs Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni Marriage Story. Hver var kona sú?

6.   Vivienne Westwood heitir önnur kona. Hvað hefur hún helst fengist við í lífinu?

7.   Í hvaða fjöllum er hæsti tindur Jarðar utan Asíu?

8.   Miðað við að Svíar þykja yfirleitt jafnréttissinnaðir má telja með nokkrum ólíkindum að kona hefur aldrei orðið forsætisráðherra þar í landi. Árið 2003 var hins vegar myrt í fataverslun kona ein, sem gegndi þá embætti utanríkisráðherra, og telja má næsta víst að hefði orðið forsætisráðherra á endanum - svo vinsæl og vel metin var hún. Hvað hét hún?

9.   Hvað heitir besta vinkona Mikka músar?

10.   Fyrir hvað er Pitcairn-eyja í Kyrrahafi fræg?

***

Og þá kemur seinni aukaspurningin:

Hver er þetta?

Svörin, þá:

1.   Vínarborg.

2.   Michael Schumacher.

3.   Davíð Oddsson.

4.   Páll Matthíasson.

5.   Laura Dern.

6.   Hún er fatahönnuður.

7.   Andesfjöllum.

8.   Anna Lindh.

9.   Minní mús.

10.   Þangað flúðu uppreisnarmenn af skipinu Bounty.

***

Og svörin við aukaspurningum eru þessi:

Á myndinni að ofan má sjá Winston Churchill þáverandi forsætisráðherra Breta klappa kettinum Blackie, skipsketti orrustuskipsins Prince of Wales, í ágúst 1941.

Raunar segir sagan að Churchill sé ekki síst að reyna að koma í veg fyrir að Blackie fylgdi honum um borð í léttabát sem átti að flytja forsætisráðherrann yfir í bandarískt beitiskip, þar sem Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti beið eftir Churchill.

Sjá betur hér:

Á neðri myndinni má hins vegar Mahatma Gandhi ungan að árum.

Sú ágæta sjálfstæðishetja Indverja var ekki ævinlega í hvítum hefðbundnum kufli.

Og hér er linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár