Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

125. spurningaþraut: Hvað heitir rómverska virkið Vindobona nú á dögum?

125. spurningaþraut: Hvað heitir rómverska virkið Vindobona nú á dögum?

Hér er þraut gærdagsins.

Aukaspurningarnar eru að venju tvær, og hér er sú fyrri:

Hver er þarna að klappa ketti?

***

En aðalspurningarnar, tíu af öllu tagi, eru þessar:

1.   Vindobona kölluðu Rómverjar virki eitt sem þeir reistu fyrir 2.000 árum til að verjast óvinum sínum. Þar andaðist Markús Árelíus keisari Rómar í einni herferð sinni gegn barbörum svonefndum. Síðan reis borg í kringum virkið og þar býr nú 1,8 milljón manns. Hvað heitir Vindobona á vorum dögum?

2.   Hver hefur oftast allra orðið heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri?

3.   Hver hefur lengst allra verið forsætisráðherra á Íslandi?

4.   Hvað heitir forstjóri Landspítalans?

5.   Kona nokkur vann í byrjun árs Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni Marriage Story. Hver var kona sú?

6.   Vivienne Westwood heitir önnur kona. Hvað hefur hún helst fengist við í lífinu?

7.   Í hvaða fjöllum er hæsti tindur Jarðar utan Asíu?

8.   Miðað við að Svíar þykja yfirleitt jafnréttissinnaðir má telja með nokkrum ólíkindum að kona hefur aldrei orðið forsætisráðherra þar í landi. Árið 2003 var hins vegar myrt í fataverslun kona ein, sem gegndi þá embætti utanríkisráðherra, og telja má næsta víst að hefði orðið forsætisráðherra á endanum - svo vinsæl og vel metin var hún. Hvað hét hún?

9.   Hvað heitir besta vinkona Mikka músar?

10.   Fyrir hvað er Pitcairn-eyja í Kyrrahafi fræg?

***

Og þá kemur seinni aukaspurningin:

Hver er þetta?

Svörin, þá:

1.   Vínarborg.

2.   Michael Schumacher.

3.   Davíð Oddsson.

4.   Páll Matthíasson.

5.   Laura Dern.

6.   Hún er fatahönnuður.

7.   Andesfjöllum.

8.   Anna Lindh.

9.   Minní mús.

10.   Þangað flúðu uppreisnarmenn af skipinu Bounty.

***

Og svörin við aukaspurningum eru þessi:

Á myndinni að ofan má sjá Winston Churchill þáverandi forsætisráðherra Breta klappa kettinum Blackie, skipsketti orrustuskipsins Prince of Wales, í ágúst 1941.

Raunar segir sagan að Churchill sé ekki síst að reyna að koma í veg fyrir að Blackie fylgdi honum um borð í léttabát sem átti að flytja forsætisráðherrann yfir í bandarískt beitiskip, þar sem Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti beið eftir Churchill.

Sjá betur hér:

Á neðri myndinni má hins vegar Mahatma Gandhi ungan að árum.

Sú ágæta sjálfstæðishetja Indverja var ekki ævinlega í hvítum hefðbundnum kufli.

Og hér er linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu