Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

119. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um þrjá „blóðuga sunnudaga“

119. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um þrjá „blóðuga sunnudaga“

Hérna má finna þrautina síðan í gær, gætið að því.

Hér að ofan má sjá mynd nokkra, og fyrri aukaspurning hljóðar svo:

Hvað er að gerast á þessari mynd?

En aðalspurningarnar tíu eru þessar:

1.   Nú er sunnudagur, ef mér skjöplast ekki, og vonandi verður hann í alla staði góður. En sunnudagurinn 30. janúar 1972 var svo hörmulegur í borg einni að hann hefur æ síðan verið kallaður „blóðugi sunnudagurinn“. Alls voru 14 manneskjur drepnar og annar eins fjöldi særðist. Í hvaða landi gerðist þetta?

2.   Annar „blóðugur sunnudagur“ átti sér stað 22. janúar 1905. Þá stefndi fjölmenn en í alla staði friðsamleg kröfuganga að híbýlum stjórnarherranna í landi einu og það var meira að segja prestur sem gekk fremst í göngu. Herflokkur á vegum stjórnarinnar stöðvaði gönguna með skothríð. Rúmlega 200 létu lífið, hátt í 1.000 særðust og nærri 8.000 voru handteknir. Þessi grimmilega árás stjórnvaldanna þennan „blóðuga sunnudag“ varð til þess að miklar óeirðir brutust út og í raun allsherjar uppreisn er fram í sótti. Stjórnvöldum tókst þó að lokum að brjóta hana á bak aftur. Í hvaða landi gerðist þetta?

3.   Þriðji „blóðugi sunnudagurinn“ tengist Íslandi svolítið. Það var 13. janúar 1991 að stjórnvöld í ríki einu réðust með skriðdrekum og hermönnum á íbúa í borg nokkurri, sem höfðu komið saman til að krefjast sjálfstæðis fyrir land sitt. Þar féllu 14 óbreyttir borgarar og rúmlega 700 særðust. Viku síðar var Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra Íslands kominn til borgarinnar og lýsti stuðningi Íslendinga við sjálfstæðisviðleitnina. Í hvaða borg varð þessi „blóðugi sunnudagur“.

4.   Eins og sjá má hér að ofan áttu allir þessir þrír „blóðugu sunnudagar“ sér stað í janúar-mánuði. Af hverju dregur mánuðurinn janúar nafn sitt - það er að segja að því er flestir telja?

5.   Hver er fjölmennasta borg í Evrópu?

6.   Tónskáld eitt íslenskt sór sig í sumum verkum sínum svo í ætt þjóðlaga að margir laga að verk eftir tónskáldið séu þjóðlög. Þar má til dæmis nefna „Kall sat undir klöppunum“ og „Það á að gefa börnum brauð“. Tónskáldið samdi líka „Mamma ætlar að sofna“. Hvaða tónskáld var þetta?

7.   Hver orti annars ljóðið „Mamma ætlar að sofna“?

8.   Árið 1994 hélt rokktónlistarmaður nokkur ókeypis tónleika í Rio de Janeiro í Brasilíu og urðu þeir hinir fjölmennustu af því tagi sem nokkru sinni hafa verið haldnir. Hvorki meira né minna en 3,5 milljón manna mætti til að hlýða á tónlistarmanninn syngja lögin sín frægu. Eins og alltaf er Íslandstenging: Músíkantinn hafði einu sinni verið í hljómsveit með Long John Baldry, sem söng eitt lag inn á „Sumar á Sýrlandi“ plötu Stuðmanna. En hver var þessi gríðarlegi vinsæli tónlistarmaður?

9.   Höldum oss við tónlistina: Hver var söngvari hljómsveitarinnar Gasolin'?

10.   Gisele Bündchen hélt upp á fertugsafmælið sitt fyrir mánuði, en hún er eitt vinsælasta og launahæsta súpermódel 21. aldar. Henni hefur meðal annars verið þakkað að hið svonefnda „heróín-lúkk“ féll úr tísku um aldamótin síðustu en þá hafði um tíðkast þótt fínt að módel væru grá og guggin eins og þau væru illa haldin af eiturlyfjaneyslu. Gisele Bündchen er aftur á móti geislandi af heilbrigði og hreysti. Hún býr nú í Bandaríkjunum en frá hvaða landi kemur hún?

Og hér er myndin sem fylgir seinni aukaspurningu, hvað heitir þessi jurt?

Þá koma svörin:

1.   Norður-Írlandi.

2.   Rússlandi.

3.   Vilníus í Litháen.

4.   Rómverska guðinum Janusi - telja flestir. Sumir halda þó að náttúrugyðjan Júnó hafi gefið mánuðinum nafn sitt.

5.   Istanbúl.

6.   Jórunn Viðar.

7.   Davíð Stefánsson.

8.   Rod Stewart.

9.   Kim Larsen.

10.   Brasilíu.

Hér er, til glöggvunar, mynd af Gisele Bündchen, ef einhver skyldi ekki vita hvernig hún lítur út.

Bündchen er vissulega af þýskum ættum eins og nafn hennar bendir til en fædd í Horizontina í Brasilíu árið 1980.

Það fylgir sögunni að hún sé löngu búin að týna niður þeirri litlu þýsku sem hún mun hafa lært á æskuheimilinu.

Svör við aukaspurningunum tveim:

Á málverkinu á efri myndinni eru rómverskir öldungaráðsmenn að taka Julius Caesar af lífi á fundi í ráðinu 15. mars árið 44 fyrir Krist.

Á neðri myndinni er vatnasóley.

Og svo má smella hér til að birtist þrautin frá í gær.

Hérna er svo aftur á móti linkur allar þrautirnar 119.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár