Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

115. spurningaþraut: Hér er til dæmis spurt um fornafn inspectors Morse, og fleira!

115. spurningaþraut: Hér er til dæmis spurt um fornafn inspectors Morse, og fleira!

Hér er nú fyrst þrautin frá í gær.

Smellið á linkinn!

En því næst fyrri aukaspurningin:

Útlínur hvaða ríkis sjáum við hér að ofan?

(Því miður sjást útlínurnar ekki allar í snjallsímum, vegna lögunar þeirra. En þið giskið bara!)

Aðalspurningarnar eru:

1.   Lemúrar eru fjarskyldir ættingjar okkar manna. Þeir búa aðeins á einum afmörkuðum stað á Jörðinni. Hvar er sá staður?

2.   Síðari heimsstyrjöldin hófst með innrás Þjóðverja í Pólland en um leið gerði þýskt orrustuskip árás á pólskt virki í borg einni, sem var bitbein Pólverja og Þjóðverja. Hvað hét borgin þá?

3.   „Út um kaldan eyðisand, / einn um nótt ég sveima ...“ Hvernig eru næstu tvær línur þessarar vísu?

4.   Í hvaða landi eru fótboltaliðin Boca Juniors og Newell's Old Boys?

5.   Hvaða íslenski rithöfundur skrifaði skáldsöguna Hjartastaður?

6.   Hver syngur lagið „Where the Wild Roses Grow“ með söngvaranum Nick Cave?

7.   Hvaða embætti gegnir Christine Legarde núna?

8.   Frá hvaða landi var söngskáldið Leonard Cohen?

9.   Breski leikarinn John Thaw sló í gegn á sínum tíma sem heldur þungbrýndur rannsóknarlögreglumaður í Oxford sem hét Morse. Þættirnir um Morse gengu í mörg ár við miklar vinsældir. Morse var svolítið sérlundaður og vildi til dæmis ekki fyrir nokkurn að það kæmist upp hvað hann héti að fornafni. Sá mikli leyndardómur upplýstist ekki fyrr en eftir að bæði persónan Morse og leikarinn Thaw voru dánir, en þá hófst ný sjónvarpssería, með öðrum leikara sem fjallaði um hinn unga Morse leysa erfið sakamál kringum 1970. Þeir þættir ganga enn og heiti þeirra er einmitt fornafnið sem Morse vildi ekki upplýsa. Hvaða þættir eru þetta?

10.   Og loks: Í partíi hjá hverjum ég stóla á að ég lendi?

Seinni aukaspurningin:

Hér á myndinni að neðan má sjá splunkunýtt flugvélamóðurskip, sem er einstakt í sinni röð að útliti og hönnun, með þessa tvískiptu yfirbyggingu, sem er t.d. gjörólíkt hinni klassísku hönnun bandarískra flugmóðurskipa. Hvaða þjóð hefur nú sent þetta skip á sjó?

 Hér eru svörin svo:

1.   Á Madagaskar.

2.   Danzig.

3.   „Nú er horfið Norðurland, / nú á ég hvergi heima.“

4.   Argentínu.

5.   Steinunn Sigurðardóttir.

6.   Kylie Minogue.

7.   Hún er forstjóri Evrópska seðlabankans.

8.   Kanada.

9.   Endeavour.

10.   Stínu stuð. (Hér er vitnað til texta lagsins „Út á stoppistöð“ með Stuðmönnum.)

Aukaspurningar:

Ríkið er Kúba.

Skipið er BRESKA flugvélamóðurskipið HMS Queen Elizabeth.

Og hér er linkurinn frá í gær aftur, ef þið misstuð af honum hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár