Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

115. spurningaþraut: Hér er til dæmis spurt um fornafn inspectors Morse, og fleira!

115. spurningaþraut: Hér er til dæmis spurt um fornafn inspectors Morse, og fleira!

Hér er nú fyrst þrautin frá í gær.

Smellið á linkinn!

En því næst fyrri aukaspurningin:

Útlínur hvaða ríkis sjáum við hér að ofan?

(Því miður sjást útlínurnar ekki allar í snjallsímum, vegna lögunar þeirra. En þið giskið bara!)

Aðalspurningarnar eru:

1.   Lemúrar eru fjarskyldir ættingjar okkar manna. Þeir búa aðeins á einum afmörkuðum stað á Jörðinni. Hvar er sá staður?

2.   Síðari heimsstyrjöldin hófst með innrás Þjóðverja í Pólland en um leið gerði þýskt orrustuskip árás á pólskt virki í borg einni, sem var bitbein Pólverja og Þjóðverja. Hvað hét borgin þá?

3.   „Út um kaldan eyðisand, / einn um nótt ég sveima ...“ Hvernig eru næstu tvær línur þessarar vísu?

4.   Í hvaða landi eru fótboltaliðin Boca Juniors og Newell's Old Boys?

5.   Hvaða íslenski rithöfundur skrifaði skáldsöguna Hjartastaður?

6.   Hver syngur lagið „Where the Wild Roses Grow“ með söngvaranum Nick Cave?

7.   Hvaða embætti gegnir Christine Legarde núna?

8.   Frá hvaða landi var söngskáldið Leonard Cohen?

9.   Breski leikarinn John Thaw sló í gegn á sínum tíma sem heldur þungbrýndur rannsóknarlögreglumaður í Oxford sem hét Morse. Þættirnir um Morse gengu í mörg ár við miklar vinsældir. Morse var svolítið sérlundaður og vildi til dæmis ekki fyrir nokkurn að það kæmist upp hvað hann héti að fornafni. Sá mikli leyndardómur upplýstist ekki fyrr en eftir að bæði persónan Morse og leikarinn Thaw voru dánir, en þá hófst ný sjónvarpssería, með öðrum leikara sem fjallaði um hinn unga Morse leysa erfið sakamál kringum 1970. Þeir þættir ganga enn og heiti þeirra er einmitt fornafnið sem Morse vildi ekki upplýsa. Hvaða þættir eru þetta?

10.   Og loks: Í partíi hjá hverjum ég stóla á að ég lendi?

Seinni aukaspurningin:

Hér á myndinni að neðan má sjá splunkunýtt flugvélamóðurskip, sem er einstakt í sinni röð að útliti og hönnun, með þessa tvískiptu yfirbyggingu, sem er t.d. gjörólíkt hinni klassísku hönnun bandarískra flugmóðurskipa. Hvaða þjóð hefur nú sent þetta skip á sjó?

 Hér eru svörin svo:

1.   Á Madagaskar.

2.   Danzig.

3.   „Nú er horfið Norðurland, / nú á ég hvergi heima.“

4.   Argentínu.

5.   Steinunn Sigurðardóttir.

6.   Kylie Minogue.

7.   Hún er forstjóri Evrópska seðlabankans.

8.   Kanada.

9.   Endeavour.

10.   Stínu stuð. (Hér er vitnað til texta lagsins „Út á stoppistöð“ með Stuðmönnum.)

Aukaspurningar:

Ríkið er Kúba.

Skipið er BRESKA flugvélamóðurskipið HMS Queen Elizabeth.

Og hér er linkurinn frá í gær aftur, ef þið misstuð af honum hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu