Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

115. spurningaþraut: Hér er til dæmis spurt um fornafn inspectors Morse, og fleira!

115. spurningaþraut: Hér er til dæmis spurt um fornafn inspectors Morse, og fleira!

Hér er nú fyrst þrautin frá í gær.

Smellið á linkinn!

En því næst fyrri aukaspurningin:

Útlínur hvaða ríkis sjáum við hér að ofan?

(Því miður sjást útlínurnar ekki allar í snjallsímum, vegna lögunar þeirra. En þið giskið bara!)

Aðalspurningarnar eru:

1.   Lemúrar eru fjarskyldir ættingjar okkar manna. Þeir búa aðeins á einum afmörkuðum stað á Jörðinni. Hvar er sá staður?

2.   Síðari heimsstyrjöldin hófst með innrás Þjóðverja í Pólland en um leið gerði þýskt orrustuskip árás á pólskt virki í borg einni, sem var bitbein Pólverja og Þjóðverja. Hvað hét borgin þá?

3.   „Út um kaldan eyðisand, / einn um nótt ég sveima ...“ Hvernig eru næstu tvær línur þessarar vísu?

4.   Í hvaða landi eru fótboltaliðin Boca Juniors og Newell's Old Boys?

5.   Hvaða íslenski rithöfundur skrifaði skáldsöguna Hjartastaður?

6.   Hver syngur lagið „Where the Wild Roses Grow“ með söngvaranum Nick Cave?

7.   Hvaða embætti gegnir Christine Legarde núna?

8.   Frá hvaða landi var söngskáldið Leonard Cohen?

9.   Breski leikarinn John Thaw sló í gegn á sínum tíma sem heldur þungbrýndur rannsóknarlögreglumaður í Oxford sem hét Morse. Þættirnir um Morse gengu í mörg ár við miklar vinsældir. Morse var svolítið sérlundaður og vildi til dæmis ekki fyrir nokkurn að það kæmist upp hvað hann héti að fornafni. Sá mikli leyndardómur upplýstist ekki fyrr en eftir að bæði persónan Morse og leikarinn Thaw voru dánir, en þá hófst ný sjónvarpssería, með öðrum leikara sem fjallaði um hinn unga Morse leysa erfið sakamál kringum 1970. Þeir þættir ganga enn og heiti þeirra er einmitt fornafnið sem Morse vildi ekki upplýsa. Hvaða þættir eru þetta?

10.   Og loks: Í partíi hjá hverjum ég stóla á að ég lendi?

Seinni aukaspurningin:

Hér á myndinni að neðan má sjá splunkunýtt flugvélamóðurskip, sem er einstakt í sinni röð að útliti og hönnun, með þessa tvískiptu yfirbyggingu, sem er t.d. gjörólíkt hinni klassísku hönnun bandarískra flugmóðurskipa. Hvaða þjóð hefur nú sent þetta skip á sjó?

 Hér eru svörin svo:

1.   Á Madagaskar.

2.   Danzig.

3.   „Nú er horfið Norðurland, / nú á ég hvergi heima.“

4.   Argentínu.

5.   Steinunn Sigurðardóttir.

6.   Kylie Minogue.

7.   Hún er forstjóri Evrópska seðlabankans.

8.   Kanada.

9.   Endeavour.

10.   Stínu stuð. (Hér er vitnað til texta lagsins „Út á stoppistöð“ með Stuðmönnum.)

Aukaspurningar:

Ríkið er Kúba.

Skipið er BRESKA flugvélamóðurskipið HMS Queen Elizabeth.

Og hér er linkurinn frá í gær aftur, ef þið misstuð af honum hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár