Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Emmsjé Gauti í bleikum fötum: „Ég fell ekkert rosalega vel inn í þessa gömlu staðalmyndarkarlmennsku“

Emm­sjé Gauti er að kynna nýju plöt­una sína, en hún er langt frá því að vera það eina sem brenn­ur á hon­um. Hann ræð­ir karl­mennsk­una, kynja­jafn­rétti, ras­isma og með­ferð yf­ir­valda og sam­fé­lags á mál­efn­um flótta­manna; mála­flokk sem stend­ur hon­um sér­stak­lega nærri vegna reynslu kon­unn­ar hans og fjöl­skyldu henn­ar.

Lífsglaður Emmsjé Gauti gefur út plötuna Bleikt ský Gauti svífur um á Bleiku skýi þessa dagana, en titill nýrrar plötu sem kemur út þann 11. júlí vísar einmitt til þess. Hann kann að meta góðu tímana þar sem hann veit að lífið er upp og niður, fullt af andlegum hæðum og lægðum, sem hann telur mikilvægt að karlmenn geti rætt á opinskáan hátt.

Gauti Þeyr Másson – betur þekktur sem rapparinn Emmsjé Gauti – mætir í viðtalið í bleikum jakka, eign ljósmyndarans Sögu Sig. Við ræðum litinn og merkingu hans í samhengi við kynjatvíhyggju, fordóma og eitraða karlmennsku. Hann er öruggur í sínu, elskar litinn og ekki vanur að verða fyrir aðkasti. Hálftíma eftir viðtalið fær blaðamaður skilaboð frá honum; „Random móment í tengslum við bleika jakkann, er á Mathöll Höfða og sirka fimmtugur verkamaður spurði mig hvort ég væri kona og hló svo að mér“ segir hann og bætir við að það stingi hann ekki persónulega, en þarna sé þetta týpíska karlmennskudæmi. 

„Týpískur hvítur, miðstéttarlistamaður, faðir sem býr í Vesturbænum og rekur hamborgarastað“

Gauti gengur mikið í bleiku þessa dagana, sem skírskotun í nýju plötuna hans, Bleikt ský, sem kemur út 11. júlí. Hann segir nafnið tilkomið af hamingjunni; hann svífi um á bleiku skýi, en hann sé flughræddur. Undirliggjandi er óttinn um geldingu hamingjunnar á listinni og ímyndinni. Hann lifði á árum áður fyrir aðdáendurna, lífsstílinn, senuna, djammið og stelpurnar. Síðan þá hefur líf hans umturnast og runnið í form hins heilsteypta og reglusama föður í venjulegri vísitölufjölskyldu. Spurningar vakna um hvort maður þurfi að þjást fyrir listina eða hægt sé að lifa þægilegu miðstéttarlífi með fjölskyldunni á daginn og lifa rappstjörnulífi á kvöldin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár