Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

57. spurningaþraut: Skært lúðrar hljóma!

57. spurningaþraut: Skært lúðrar hljóma!

Fyrri aukaspurning:

Á HM í fótbolta 2010 voru lúðrar, eins og á myndinni hér að ofan, afar vinsælir meðal sumra áhorfenda sem blésu óspart í þá, en flestir fengu þó á endanum nóg af hljóðunum úr þeim. Hvað voru þessir lúðrar kallaðir?

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

Og þá eru það aðalspurningar tíu:

1.   Upp úr 2010 kom fram á sjónarsviðið í Ameríku söngkona að nafni Elizabeth Woodridge Grant með seiðandi lögum sem vísuðu aftur til kvikmyndatónlistar sjötta áratugarins. Yrkisefnin voru þó sum mjög nútímaleg, eins og vídeó-leikir, og fjallað var á opinskárri hátt um fyrirbæri eins og dauðann en gert var í þá gömlu daga. Elizabeth Woodridge Grant sló í gegn með plötunni Born to Die, en notaði þó ekki sitt upprunalega nafn. Hvað kallar hún sig?

2.  Hver stofnaði stjórnmálaflokkinn Þjóðvaka á síðasta áratug 20. aldar?

3.   Í hvaða sæti lenti hljómsveitin Stjórnin í Eurovision 1990 með „Eitt lag enn“?

4.   Árið 2004 lauk Katrín Jakobsdóttir meistaraprófi við Háskóla Íslands. Í hvaða grein?

5.   Hvaða enski fótboltaþjálfari hefur náð bestum árangri með lið sitt í ensku úrvalsdeildinni á þeirri leiktíð sem nú er að ljúka?

6.   Hversu gamall er alheimurinn? Hér eru gefin nokkuð voldug skekkjumörk, sem koma í ljós þegar svarið er skoðað.

7.   Hvert er smæsta ríki Asíu að flatarmáli?

8.   En að íbúafjölda?

9.   Hver var valinn „poppstjarna Íslands“ þann 1. október 1969?

10.   Vera Illugadóttir hefur náð miklum vinsældum með þætti sína „Í ljósi sögunnar“ í Ríkisútvarpinu. Áður hafði hún (sumpart með öðrum) haldið úti vinsælli bloggsíðu og annarri útvarpsþáttaröð, sem báðar voru kenndar við dýrategundir. Hvaða dýr var hér um að ræða? Hér dugar að nefna annað kvikindið.

Svörin:

1.   Lana del Rey.

2.   Jóhanna Sigurðardóttir.

3.   Fjórða sæti.

4.   Íslenskum bókmenntum. Svarið „reyfarar“ dugar ekki þar sem þeir eru ekki sérstök grein innan háskólakennslunnar, heldur falla undir íslenskar bókmenntir.

5.   Frank Lampard, þjálfari Chelsea.

6.   13,8 milljarða ára. Rétt telst hér vera allt frá 13 til 15.

7.   Maldíva-eyjar.

8.   Maldíva-eyjar.

9.   Björgvin Halldórsson.

10.  Hér er átt við lemúra og leðurblökur.

Svörin við aukaspurningum:

Vúvúzela.

Vigdís Hauksdóttir.

Hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu