Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi vill að öll kosningaloforð þeirra flokka sem mynda ríkisstjórn fari í stjórnarsáttmála svo staðið verði við þau. Hann telur að forsetinn þurfi að upplýsa þjóðina til að gæta hagsmuna hennar.
Í viðtali við Stundina leggur hann mikla áherslu á að forseti sé þjóðkjörinn og þannig fulltrúi þjóðarinnar sem eigi að hlusta á vilja hennar. Hann vill opna samráðsgátt á vefnum þar sem fólk getur kosið um málefni eða gert athugasemdir við þau og einnig leggja fram eitt eða fleiri lagafrumvörp í samráði við þjóðina, sem lögspekingar telja þó ekki vera í verkahring forseta.
Þá ræðir hann skoðanir sínar á leiðtogahæfni Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrri ummæli um að múslimar séu frá „öðrum heimi“ og að þeir heimar eigi að „fá að vera í friði hvor fyrir öðrum“.
Taka ber fram að Guðmundur Franklín hafnaði viðtali í síma eða eigin persónu og kaus frekar að svara spurningum …
Athugasemdir