Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

44. spurningaþraut: Hvaða dýr er þetta, og fleiri spurningar

44. spurningaþraut: Hvaða dýr er þetta, og fleiri spurningar

Aukaspurningar snúast að venju um myndirnar sem hér fylgja:

Hvað heitir dýrið hér að ofan sem kúrir í feldi móður sinnar?

Hvað heitir hljómplatan sem við sjáum albúmsbrot af hér að neðan?

1.   Hringar úr ryki, grjóti og ísmolum eru umhverfis nokkrar reikistjörnur. Utan um hvaða plánetu eru þeir langmest áberandi?

2.   „Nú er frost á Fróni / frýs í æðum blóð, / kveður kuldaljóð / Kári í jötunmóð.“ Hver orti þetta? Hér þarf fornafn með annaðhvort föðurnafni eða alkunnu viðurnefni.

3.   Úr hvaða bók er þessi ævintýralega frásögn: „Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.“

4.   Kvikmyndastjarnan Laura Dern þykir aukast að íþrótt og frægð með hverju árinu en undanfarið hefur hún vakið athygli í myndinni Little Women og sjónvarpsseríunni Big Little Lies. Áður hafði hún meðal annars í Twin Peaks og risaeðlumyndum úr smiðju Steven Spielbergs. En fyrir 34 árum kom Laura Dern fyrst fram á sjónarsviðið í víðfrægri  og gríðarlega töff mynd David Lynch, þar sem hún lék kornung á móti stjörnum eins og Isabellu Rossellini, Kyle MacLachlan og Dennis Hopper. Hvað hét þessi mynd?

5.   Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovskí þótti einn mesti listamaður hvíta tjaldsins á ofanverðri 20. öld. Íslensk leikkona lét í síðustu mynd hans árið 1985. Myndin hét Fórnin en hver er leikkonan?

6.   Hvað heitir höfuðborgin í Suður-Kóreu?

7.   Hvað hét faðir Elísabetar Englandsdrottningar?

8.   Hvað er mælt í ljósárum?

9.   Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaun árið 1955. Hver fékk þessi verðlaun árið á undan honum?

10.   Á Ítalíu eru þrjú virk eldfjöll: Vesúvíus, Etna og ... ja, hvað heitir þriðja fjallið?

Svörin eru hér:

1.   Satúrnus.

2.   Kristján Jónsson fjallaskáld.

3.   Biblíunni.

4.   Blue Velvet. Sjá hér.

5.   Guðrún S. Gísladóttir.

6.   Seúl.

7.    Georg 6.

8.   Fjarlægðir - í geimnum fyrst og fremst, enda ekki margt hér á jörðu sem þörf er á að mæla í ljósárum.

9.   Ernst Hemingway.

10.   Stromboli.

Dýrið heitir mauraæta.

Platan er vitanlega London Calling með The Clash.

Plötuumslagið er svona:

Og hér er næsta þraut á undan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár