Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

44. spurningaþraut: Hvaða dýr er þetta, og fleiri spurningar

44. spurningaþraut: Hvaða dýr er þetta, og fleiri spurningar

Aukaspurningar snúast að venju um myndirnar sem hér fylgja:

Hvað heitir dýrið hér að ofan sem kúrir í feldi móður sinnar?

Hvað heitir hljómplatan sem við sjáum albúmsbrot af hér að neðan?

1.   Hringar úr ryki, grjóti og ísmolum eru umhverfis nokkrar reikistjörnur. Utan um hvaða plánetu eru þeir langmest áberandi?

2.   „Nú er frost á Fróni / frýs í æðum blóð, / kveður kuldaljóð / Kári í jötunmóð.“ Hver orti þetta? Hér þarf fornafn með annaðhvort föðurnafni eða alkunnu viðurnefni.

3.   Úr hvaða bók er þessi ævintýralega frásögn: „Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.“

4.   Kvikmyndastjarnan Laura Dern þykir aukast að íþrótt og frægð með hverju árinu en undanfarið hefur hún vakið athygli í myndinni Little Women og sjónvarpsseríunni Big Little Lies. Áður hafði hún meðal annars í Twin Peaks og risaeðlumyndum úr smiðju Steven Spielbergs. En fyrir 34 árum kom Laura Dern fyrst fram á sjónarsviðið í víðfrægri  og gríðarlega töff mynd David Lynch, þar sem hún lék kornung á móti stjörnum eins og Isabellu Rossellini, Kyle MacLachlan og Dennis Hopper. Hvað hét þessi mynd?

5.   Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovskí þótti einn mesti listamaður hvíta tjaldsins á ofanverðri 20. öld. Íslensk leikkona lét í síðustu mynd hans árið 1985. Myndin hét Fórnin en hver er leikkonan?

6.   Hvað heitir höfuðborgin í Suður-Kóreu?

7.   Hvað hét faðir Elísabetar Englandsdrottningar?

8.   Hvað er mælt í ljósárum?

9.   Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaun árið 1955. Hver fékk þessi verðlaun árið á undan honum?

10.   Á Ítalíu eru þrjú virk eldfjöll: Vesúvíus, Etna og ... ja, hvað heitir þriðja fjallið?

Svörin eru hér:

1.   Satúrnus.

2.   Kristján Jónsson fjallaskáld.

3.   Biblíunni.

4.   Blue Velvet. Sjá hér.

5.   Guðrún S. Gísladóttir.

6.   Seúl.

7.    Georg 6.

8.   Fjarlægðir - í geimnum fyrst og fremst, enda ekki margt hér á jörðu sem þörf er á að mæla í ljósárum.

9.   Ernst Hemingway.

10.   Stromboli.

Dýrið heitir mauraæta.

Platan er vitanlega London Calling með The Clash.

Plötuumslagið er svona:

Og hér er næsta þraut á undan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu