Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

44. spurningaþraut: Hvaða dýr er þetta, og fleiri spurningar

44. spurningaþraut: Hvaða dýr er þetta, og fleiri spurningar

Aukaspurningar snúast að venju um myndirnar sem hér fylgja:

Hvað heitir dýrið hér að ofan sem kúrir í feldi móður sinnar?

Hvað heitir hljómplatan sem við sjáum albúmsbrot af hér að neðan?

1.   Hringar úr ryki, grjóti og ísmolum eru umhverfis nokkrar reikistjörnur. Utan um hvaða plánetu eru þeir langmest áberandi?

2.   „Nú er frost á Fróni / frýs í æðum blóð, / kveður kuldaljóð / Kári í jötunmóð.“ Hver orti þetta? Hér þarf fornafn með annaðhvort föðurnafni eða alkunnu viðurnefni.

3.   Úr hvaða bók er þessi ævintýralega frásögn: „Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.“

4.   Kvikmyndastjarnan Laura Dern þykir aukast að íþrótt og frægð með hverju árinu en undanfarið hefur hún vakið athygli í myndinni Little Women og sjónvarpsseríunni Big Little Lies. Áður hafði hún meðal annars í Twin Peaks og risaeðlumyndum úr smiðju Steven Spielbergs. En fyrir 34 árum kom Laura Dern fyrst fram á sjónarsviðið í víðfrægri  og gríðarlega töff mynd David Lynch, þar sem hún lék kornung á móti stjörnum eins og Isabellu Rossellini, Kyle MacLachlan og Dennis Hopper. Hvað hét þessi mynd?

5.   Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovskí þótti einn mesti listamaður hvíta tjaldsins á ofanverðri 20. öld. Íslensk leikkona lét í síðustu mynd hans árið 1985. Myndin hét Fórnin en hver er leikkonan?

6.   Hvað heitir höfuðborgin í Suður-Kóreu?

7.   Hvað hét faðir Elísabetar Englandsdrottningar?

8.   Hvað er mælt í ljósárum?

9.   Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaun árið 1955. Hver fékk þessi verðlaun árið á undan honum?

10.   Á Ítalíu eru þrjú virk eldfjöll: Vesúvíus, Etna og ... ja, hvað heitir þriðja fjallið?

Svörin eru hér:

1.   Satúrnus.

2.   Kristján Jónsson fjallaskáld.

3.   Biblíunni.

4.   Blue Velvet. Sjá hér.

5.   Guðrún S. Gísladóttir.

6.   Seúl.

7.    Georg 6.

8.   Fjarlægðir - í geimnum fyrst og fremst, enda ekki margt hér á jörðu sem þörf er á að mæla í ljósárum.

9.   Ernst Hemingway.

10.   Stromboli.

Dýrið heitir mauraæta.

Platan er vitanlega London Calling með The Clash.

Plötuumslagið er svona:

Og hér er næsta þraut á undan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu