Draumkennur áfangastaður við sjóinn
Það er örlítil gola og glampandi sól þegar við ökum eftir Brimslóð, er liggur utarlega í Blönduósbæ, og staðnæmumst á hlaðinu við Brimslóð atelier. Hér eigum við stefnumót við þau hjónin Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egil Hrafnsson. Þau hafa gert upp tvö gömul hús á staðnum og skapað draumkenndan áfangastað fyrir gesti sína þar sem upplifun af mat, þekking um íslenska matarmenningu og daglegt líf í umhverfinu er í fyrirrúmi.
Að íslenskum sið fara gestir úr skónum þegar gengið er í bæinn. Innandyra er andrúmsloftið afslappað og heimilislegt og komið inn í alrými með opnu eldhúsi og stórum langborðum þar sem gestir safnast saman og kynnast yfir máltíð. Þau Inga og Gísli taka vel á móti svöngum ferðalöngum og matarlyktin berst að vitum þegar við göngum í bæinn. Skömmu síðar er borinn á borð silungur með brauð- og kryddjurtaþekju borinn fram með súrusósu og Hollandaise-sósu, …
Athugasemdir