Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslendingar glæða sumarið lífi

Lands­lag­ið í ferða­þjón­ustu á Ís­landi er gjör­breytt í kjöl­far kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Óvíst er hvernig sumar­ið verð­ur fram und­an og að­il­ar í ferða­þjón­ustu marg­ir hverj­ir ugg­andi um fram­hald­ið. Eng­an bil­bug virð­ist þó vera að finna á þeim ferða­þjón­ustu­að­il­um sem blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Stund­ar­inn­ar heim­sóttu á Norð­vest­ur­landi á dög­un­um. Vissu­lega hafa síð­ast­liðn­ir mán­uð­ir ver­ið sér­lega óvenju­leg­ir en það virð­ist ríkt í Ís­lend­ing­um að leggja ekki ár­ar í bát held­ur frek­ar að finna frum­leg­ar leið­ir og að­ferð­ir til að að­laga þjón­ustu sína að breytt­um að­stæð­um.

Íslendingar glæða sumarið lífi
Inga og Gísli Þau hafa gert upp tvö gömul hús á Blönduhósi og skapað draumkenndan áfangastað fyrir gesti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Draumkennur áfangastaður við sjóinn

Það er örlítil gola og glampandi sól þegar við ökum eftir Brimslóð, er liggur utarlega í Blönduósbæ, og staðnæmumst á hlaðinu við Brimslóð atelier. Hér eigum við stefnumót við þau hjónin Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egil Hrafnsson. Þau hafa gert upp tvö gömul hús á staðnum og skapað draumkenndan áfangastað fyrir gesti sína þar sem upplifun af mat, þekking um íslenska matarmenningu og daglegt líf í umhverfinu er í fyrirrúmi.

Að íslenskum sið fara gestir úr skónum þegar gengið er í bæinn. Innandyra er andrúmsloftið afslappað og heimilislegt og komið inn í alrými með opnu eldhúsi og stórum langborðum þar sem gestir safnast saman og kynnast yfir máltíð. Þau Inga og Gísli taka vel á móti svöngum ferðalöngum og matarlyktin berst að vitum þegar við göngum í bæinn. Skömmu síðar er borinn á borð silungur með brauð- og kryddjurtaþekju borinn fram með súrusósu og Hollandaise-sósu, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár