Stundin sýnir í dag beint streymi á vegum Hugarafls þar sem Bjarni Karlsson, doktor í siðfræði og prestur við sálgæslustofuna Haf, mun svara spurningum áhorfenda. Útsendingin hefst klukkan 11 og verður birt í þessari frétt og á Facebook-síðum Hugarafls og Stundarinnar. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.
Eftirfarandi er tilkynning frá Hugarafli um viðburðinn:
Hvað liggur þér á hjarta í tengslum við geðið, tilfinningar og almenna líðan á þessum tímum? Það getur skipt sköpum að ræða málin og þannig getum við stutt hvert annað við að komast í gegnum þetta tímabil saman.
Við í Hugarafli höfum boðið íslensku samfélagi upp á afslappað samtal um geðheilsu, tilfinningar og önnur tengd málefni á föstudögum kl. 11 sjö vikur í röð og höldum ótrauð áfram í þessari viku.
Við munum senda beint út hér á facebook, föstudaginn 15. maí kl. 11, þar sem Bjarni Karlsson, doktor í siðfræði og prestur við sálgæslustofuna Haf, mun leitast við að svara spurningum ykkar. Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta.
Athugasemdir