Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Táknmyndir á víðavangi

COVID-far­ald­ur­inn og krepp­an í kjöl­far­ið á sér tákn­mynd sem ligg­ur tvist og bast um sam­fé­lag­ið.

Táknmyndir á víðavangi

Áður var það fyrsta sem mætti okkur þegar við komum inn í matvörubúð einhver æsileg tilboð eða uppstillingar á vöru, sem nauðsynlega þurfti að koma út eða var ný á markaði. Núna taka sprittbrúsar og einnota gúmmíhanskar í kassavís á móti okkur. Þeir eru oft bláir, stundum hvítir. 

Þegar við drögum þessa bláu á hendurnar erum við komin með strumpahendur. Þessir hvítu eru eins og fermingarhanskar. Eða hanskar hefðarmeyjar í fínu dömuboði, þar sem hún lyftir tebolla úr næfurþunnu postulíni að vörum sér og nartar settlega í litlar samlokur og sætar kökur.

Ef lánið leikur við mann býður búðin upp á hanska í mismunandi stærðum. Small, medium og large. Það er nefnilega ekkert one size fits all þegar kemur að gúmmíhönskum. 

Í sumum búðum er bara boðið upp á large. Smáhentir eru farnir að forðast þær búðir.

Í upphafi faraldursins kímdu margir viðskiptavinir matvöruverslana þegar þeir sáu samborgara sína …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár