Samheldni og náungakærleikur áberandi í Eyjum
Íbúar í Vestmannaeyjum virðast bregðast við ástandinu sem þar hefur skapast vegna COVID-19 með æðruleysi og von um að allt fari á besta veg. Þar hafa meira en hundrað íbúa greinst með kórónaveiruna og á þriðja hundrað er í sóttkví. Dagsferð Heiðu Helgadóttur ljósmyndara til Eyja breyttist í langa helgarferð þar sem hún varð veðurteppt í Eyjum. Það kom ekki að sök, því Eyjamenn tóku henni opnum örmum og leyfðu henni að fylgjast með óvenju rólegu mannlífinu þar þessa dagana. Hún segir samheldni þeirra og samkennd áberandi, eins og Hlynur lögreglumaður, sem fór með henni víða um Eyjarnar, sagði: „Þetta er afskaplega létt og gott samfélag, allir eru mjög samhuga. Við ætlum bara að klára þetta saman.“
Athugasemdir